Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Lengjudeild karla
Þróttur R.
39' 0
0
ÍR
Lengjudeild karla
Fjölnir
64' 1
1
Njarðvík
Lengjudeild karla
Selfoss
LL 3
0
HK
Lengjudeild karla
Leiknir R.
93' 0
0
Fylkir
Lengjudeild karla
Keflavík
LL 4
0
Grindavík
Lengjudeild karla
Völsungur
LL 2
5
Þór
2. deild karla
KFA
LL 6
1
Höttur/Huginn
Besta-deild kvenna
Valur
LL 4
2
Stjarnan
Selfoss
3
0
HK
Aron Fannar Birgisson '20 1-0
Raúl Tanque '62 2-0
Jón Daði Böðvarsson '78 , víti 3-0
13.08.2025  -  18:00
JÁVERK-völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
2. Ívan Breki Sigurðsson
4. Alexander Berntsson
5. Daði Kárason
7. Harley Willard
8. Raúl Tanque ('70)
9. Aron Fannar Birgisson (f) ('90)
17. Brynjar Bergsson ('58)
28. Eysteinn Ernir Sverrisson
32. Aron Lucas Vokes
77. Einar Bjarki Einarsson ('58)
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
11. Alfredo Ivan Sanabria
18. Dagur Jósefsson
21. Frosti Brynjólfsson ('58)
22. Jón Daði Böðvarsson ('58)
23. Elías Karl Heiðarsson ('70)
25. Sesar Örn Harðarson ('90)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Heiðar Helguson
Helgi Bárðarson
Halldór Rafn Halldórsson

Gul spjöld:
Sesar Örn Harðarson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frækinn sigur heimamanna. Viðtöl og skýrsla innan skamms
90. mín
90+3

Bart í dauðafæri eftir góða sókn HK en skalli hans yfir markið
90. mín
90 mín komnar á klukkuna
90. mín Gult spjald: Sesar Örn Harðarson (Selfoss)
Það tók Sesar einhverjar 5 sekúndur að fá gult fyrir að tefja
90. mín
Inn:Sesar Örn Harðarson (Selfoss) Út:Aron Fannar Birgisson (Selfoss)
85. mín
Aron Fannar lendir illa eftir glæfralegt brot. Virðist sárþjáður. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt. Virðist fá slink á hné
83. mín
Selfoss nálægt því að auka muninn enn frekar. Frosti í mjög góðu færi en Ólafur ver í markinu
83. mín
Andleysi í HK-ingum. Virðast búnir að játa sig sigraða
82. mín
Harley Willard með góða sendingu innfyrir á Aron Fannar en hann flaggaður rangstæður
79. mín
HK-ingar sloppnir í gegn en Robert Blakala ver vel. Sýndist það vera Bart sem átti skotið
78. mín Mark úr víti!
Jón Daði Böðvarsson (Selfoss)
Auðvitað skorar Jón Daði Gott víti og Jón Daði skorar sitt fyrsta mark fyrir Selfoss í einhver 13 ár
77. mín
Selfoss fær víti! Aron Fannar með fyrirgjöf ætlaða Jóni Daða en varnarmaður HK setur hendina í boltann og Helgi flautar
75. mín
Bart Kooistra kom inn á fyrir HK áðan. Hef ekki enn séð hver fór útaf fyrir hann
70. mín
Inn:Elías Karl Heiðarsson (Selfoss) Út:Raúl Tanque (Selfoss)
69. mín
Brynjar Snær með aukaspyrnu fyrir HK en boltinn yfir markið
65. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (HK) Út:Dagur Orri Garðarsson (HK)
65. mín
Inn:Dagur Ingi Axelsson (HK) Út:Arnþór Ari Atlason (HK)
Þreföld skipting hjá HK. Er aðeins að sjá hverjir aðrir fóru útaf
62. mín MARK!
Raúl Tanque (Selfoss)
Stoðsending: Jón Daði Böðvarsson
Heimamenn komnir í 2-0! Ívan með hornspyrnu á fjærstöng, Jón Daði skallar aftur fyrir á Raul sem skorar af stuttu færi
58. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Selfoss) Út:Brynjar Bergsson (Selfoss)
Jón Daði kemur inn á Í sínum fyrsta heimaleik í aaaaaansi mörg ár
58. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (Selfoss) Út:Einar Bjarki Einarsson (Selfoss)
57. mín Gult spjald: Kári Gautason (HK)
Stoppar hraða sókn
56. mín
Meiri áræðni í HK núna. Hafa eflaust fengið smá ræðu í hálfleik
55. mín
Karl Ágúst í ágætis skotfæri fyrir HK en skýtur boltanum yfir markið
52. mín
HK-ingurinn Aron Kristófer er að senda góða langa bolta innfyrir vörn Selfyssinga trekk í trekk en sóknarmennirnir ná ekki að gera sér mat úr því
48. mín
Selfyssingar vilja hendi víti eftir langa aukaspyrnu en Helgi Mikael dómari lætur sér fátt um finnast
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er farinn af stað
46. mín
Þjálfarar beggja liða létu óánægju sína svolítið í ljós við dómarateymið í hálfleik. Greinilega smá hiti
46. mín
Hálfleikur
Heimamenn leiða í hálfleik
45. mín
45+2

Selfoss í góðu færi. Ívan með hornspyrnu sem er skölluð frá, Aron Lucas nær frákastinu og lætur vaða, boltinn hefur viðkomu í varnarmanni HK og endar í fanginu á Ólafi í markinu
45. mín
Smá hiti núna. Raul er að sleppa í gegn fyrir Selfoss en varnarmaður HK virðist toga í hann. Dómarinn ekki á sama máli og bekkurinn hjá Selfossi ósáttur
40. mín
Inn:Jóhann Þór Arnarsson (HK) Út:Tumi Þorvarsson (HK)
Tumi getur ekki haldið leik áfram
37. mín
Þetta leit ekki vel út Eftir stórsókn HK-inga, þar sem Selfyssingar eru upp við kaðlana skella þeir Daði Kárason og (mér sýnist) Tumi Þorvarðarson saman. Virðast báðir fá þungt höfuðhögg og liggja eftir
35. mín
Heimamenn í færi Aftur langt innkast frá Ívani og nú er það Einar Bjarki sem flikkar boltanum að marki en Ólafur Örn ver mjög vel
33. mín
HK-ingar skora. Tumi kemur boltanum í netið en er flaggaður rangstæður. Tæpt var það
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Dagur með fína aukaspyrnu en naumlega framhjá
29. mín
HK-ingar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað
27. mín
Harley með aukaspyrnu sem ratar á kollinn á Aroni Fannari. Skallinn hinsvegar framhjá
25. mín
Tumi við það að sleppa í gegn en Daði Kárason hefur betur gegn honum og potar boltanum í burtu
25. mín Gult spjald: Þorsteinn Aron Antonsson (HK)
stoppar Aron Lucas
24. mín
Markið hefur gefið heimamönnum aukinn kraft. Miklu líklegri núna
20. mín MARK!
Aron Fannar Birgisson (Selfoss)
Stoðsending: Alexander Berntsson
Heimamenn komnir yfir Ívan með langt innkast inn á teig, Alexander flikkar boltanum áfram og eftir baráttu inni á teignum nær Aron Fannar að skora
16. mín
Selfyssingar byrjuðu betur en gestirnir hafa verið að sækja í sig veðrið seinustu mínútur. Hættulegir langir boltar hjá HK
15. mín
Aron Kristófer með skot úr aukaspyrnu langt utan af velli en það var vel yfir
10. mín
Heimamenn í brasi varnarlega og gestirnir komnir í gott færi eftir lélega sendingu til baka en Robert Blakala, markvörður heimamanna, bjargar málunum.
6. mín
Nokkrum sekúndum síðar er Tumi kominn í ágætis færi hinum megin en skotið framhjá
6. mín
Aron Lucas með góðan sprett upp að endamörkum og gefur fyrir en HK-ingar ná að hreinsa frá
2. mín
Selfyssingar byrja á að fá hornspyrnu sem ekkert verður úr
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Gestirnir byrja
Fyrir leik
Sýnist fljótt á litið 2 breytingar hjá HK frá seinasta leik. Haukur Leifur Eiríksson og Þorvaldur Smári Jónsson koma í liðið í staðinn fyrir Jóhann Þór Arnarsson og Ívar Örn Jónsson
Fyrir leik
Nýi maðurinn byrjar Byrjunarliðin eru komin inn. Jón Daði Böðvarsson er á bekknum hjá heimamönnum. Daði Kárason, sem kom á láni frá Val í gær, fer beint í byrjunarliðið. Nacho Gil, spænski miðjumaðurinn, tekur út leikbann.
Fyrir leik
Leikurinn er í beinni á Livey


Fyrir leik
Maggi spáir jafntefli Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambandsins, var spámaður umferðarinnar. Hann spáir jafntefli í kvöld.

"Selfoss 2 - 2 HK (18:00 í kvöld)
Selfoss hafa verið í töluverðu basli á heimavelli í sumar, 7 stig í 7 leikjum er alls ekki viðunandi árangur og verður að batna ef að þeir ætla að halda sætinu í deildinni. Maður veit ekki alveg hvaða HK lið mætir til leiks hvert sinn, þeir hafa unnið leiki örugglega sem maður taldi þá verða í basli með og svo tapa leikjum sem maður var nokkuð viss um að þeir ynnu. Ég hef fulla trú á því að það verði býsna margir í stúkunni á JÁVERK-vellinum þar sem væntanlega ákveðinn Jón Daði Böðvarsson mun spila einhverjar mínútur á Selfossvelli aftur eftir töluverðan tíma. Kristalskúlan mín segir að hann jafni með skalla í uppbótartíma!"
Fyrir leik
Byrjar Jón Daði? Það verður forvitnilegt að sjá hvort Jón Daði Böðvarsson byrji hjá heimamönnum í kvöld. Hann snéri aftur heim á Selfoss í glugganum en meiddist og kom við sögu í fyrsta sinn gegn Njarðvík í seinustu umferð.
Mynd: Selfoss

Fyrir leik
Selfoss í brasi Selfyssingar sitja í 9. sætinu einungis tveimur stigum frá fallsæti. Eftir 2 sigurleiki í röð í júlí hefur aðeins sigið á ógæfuhliðina og liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð.
Fyrir leik
Í mismunandi baráttu Óhætt er að segja að liðin sé að berjast á sitthvorum staðnum í deildinni. HK-ingar sitja í 4. sætinu, einungis 4 stigum frá toppsætinu, og hafa verið á ágætis skriði undanfarið. Liðið hefur sótt sigra í 3 af seinustu fimm leikjum sínum, nú seinast á móti Keflvíkingum
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Selfoss og HK í Lengjudeild karla.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Örn Ásgeirsson (m)
4. Aron Kristófer Lárusson
5. Þorsteinn Aron Antonsson
8. Arnþór Ari Atlason (f) ('65)
11. Dagur Orri Garðarsson ('65)
15. Haukur Leifur Eiríksson
16. Eiður Atli Rúnarsson
28. Tumi Þorvarsson ('40)
29. Karl Ágúst Karlsson
32. Kári Gautason
71. Þorvaldur Smári Jónsson
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
7. Dagur Ingi Axelsson ('65)
9. Jóhann Þór Arnarsson ('40)
14. Brynjar Snær Pálsson ('65)
19. Atli Þór Gunnarsson
26. Viktor Helgi Benediktsson
88. Bart Kooistra
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Sigurður Viðarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Halldór Geir Heiðarsson
Guðbjartur Halldór Ólafsson

Gul spjöld:
Þorsteinn Aron Antonsson ('25)
Kári Gautason ('57)

Rauð spjöld: