
Úkraína
0
0
Ísland

16.11.2025 - 17:00
Varsjá
Undankeppni HM
Dómari: Anthony Taylor (England)
Varsjá
Undankeppni HM
Dómari: Anthony Taylor (England)
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Enskir úrvalsdeildardómarar
Einn fremsti dómari Englendinga, Anthony Taylor, sér um að dæma.
Taylor hefur mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni þar sem hann er oft valinn til að dæma stóru leikina. Hann hefur dæmt tvo bikarúrslitaleiki og marga alþjóðlega stórleiki, bæði hjá félagsliðum og stórmótum landsliða.
Taylor hefur nokkrum sinnum dæmt hjá Íslandi, síðast þegar Ísland vann Ísrael í undanúrslitum umspilsins á síðasta ári.
Gary Beswick og Adam Nunn verða aðstoðardómarar á sunnudag, Sam Barrott fjórði dómari og Stuart Attwell VAR dómari.

Einn fremsti dómari Englendinga, Anthony Taylor, sér um að dæma.
Taylor hefur mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni þar sem hann er oft valinn til að dæma stóru leikina. Hann hefur dæmt tvo bikarúrslitaleiki og marga alþjóðlega stórleiki, bæði hjá félagsliðum og stórmótum landsliða.
Taylor hefur nokkrum sinnum dæmt hjá Íslandi, síðast þegar Ísland vann Ísrael í undanúrslitum umspilsins á síðasta ári.
Gary Beswick og Adam Nunn verða aðstoðardómarar á sunnudag, Sam Barrott fjórði dómari og Stuart Attwell VAR dómari.
Fyrir leik
Sérfræðingur Sýnar með áhyggjur af varnarleiknum
Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Sýn Sport og þjálfari ÍA, hefur áhyggjur af varnarleik liðsins fyrir leikinn gegn Úkraínu.
„Þetta er hörkugott lið. Vandamálið er varnarlega. Við megum ekki gera svona mistök eins og í dag. Við erum að sjá mistök þar sem við erum að missa leikmenn inn fyrir okkur. Gulli er sofandi, á móti sterkari liðum er þér refsað. Það á að nota svona leiki til að æfa sig í þessu. Þú verður alltaf að vera 100%. Það er áhyggjuefni að sjá menn slökkva á sér í svona leikjum," sagði Lárus í umfjöllun Sýnar Sport eftir sigurinn gegn Aserbaísjan.

Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Sýn Sport og þjálfari ÍA, hefur áhyggjur af varnarleik liðsins fyrir leikinn gegn Úkraínu.
„Þetta er hörkugott lið. Vandamálið er varnarlega. Við megum ekki gera svona mistök eins og í dag. Við erum að sjá mistök þar sem við erum að missa leikmenn inn fyrir okkur. Gulli er sofandi, á móti sterkari liðum er þér refsað. Það á að nota svona leiki til að æfa sig í þessu. Þú verður alltaf að vera 100%. Það er áhyggjuefni að sjá menn slökkva á sér í svona leikjum," sagði Lárus í umfjöllun Sýnar Sport eftir sigurinn gegn Aserbaísjan.
Fyrir leik
Við komum í hefndarhug
Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu í furðulegum leik á Laugardalsvelli í síðasta glugga, þar sem nánast allt endaði inni.
Þá mættust þjóðirnar á síðasta ári í úrslitaleik umspils fyrir EM í Wroclaw í Póllandi. Úkraína tryggði sér þar sigurinn 2-1 með sigurmarki á 84. mínútu. Svekkjandi stund. Albert Guðmundsson skoraði mark Íslands í leiknum.
„Þegar við töpuðum í síðasta úrslitaleik á móti þeim í fyrra var svekkjandi. Mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum í síðasta glugga. Við komum í hefndarhug," segir Albert.

Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu í furðulegum leik á Laugardalsvelli í síðasta glugga, þar sem nánast allt endaði inni.
Þá mættust þjóðirnar á síðasta ári í úrslitaleik umspils fyrir EM í Wroclaw í Póllandi. Úkraína tryggði sér þar sigurinn 2-1 með sigurmarki á 84. mínútu. Svekkjandi stund. Albert Guðmundsson skoraði mark Íslands í leiknum.
„Þegar við töpuðum í síðasta úrslitaleik á móti þeim í fyrra var svekkjandi. Mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum í síðasta glugga. Við komum í hefndarhug," segir Albert.
Fyrir leik
„Þetta er það sem maður er í fótbolta fyrir“
„Menn verða að gera sig klára og svo er bara 'all in'. Úrslitaleikur," sagði Hákon Arnar Haraldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net eftir 2-0 útisigurinn gegn Aserbaísjan.
„Þetta er það sem maður er í fótbolta fyrir: Stóru leikirnir þar sem allt skiptir máli. Við höfum spilað vel og komið okkur í þennan úrslitaleik upp á annað sætið," segir Hákon.

„Menn verða að gera sig klára og svo er bara 'all in'. Úrslitaleikur," sagði Hákon Arnar Haraldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net eftir 2-0 útisigurinn gegn Aserbaísjan.
„Þetta er það sem maður er í fótbolta fyrir: Stóru leikirnir þar sem allt skiptir máli. Við höfum spilað vel og komið okkur í þennan úrslitaleik upp á annað sætið," segir Hákon.
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:

