Íslenska karlalandsliðið mætir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um umspilssæti á HM í Varsjá á morgun en Íslandi dugir eitt stig til að taka sætið.
Ísland vann þægilegan 2-0 sigur á Aserbaídsjan í Bakú á fimmtudag og tryggði sér þar með úrslitaleik gegn Úkraínu.
Þar sem Úkraína tapaði fyrir Frökkum eftir svakalegt hrun í síðari hálfleik er ljóst að jafntefli mun duga.
Hallgrímur Heimisson, yfirþjálfari hjá Val, segir að það megi ekki fara í þennan leik til þess að ná í stig enda sé það ekkert sérlega vænlegt til árangurs.
„Ég held að við munum þurfa að nálgast þennan Úkraínuleik öðruvísi því eins og við sáum í fyrri leiknum þá voru flestir að kalla eftir 'sexu' í þeim leik, en kæmi mér ekkert á óvart ef hann myndi gera þvert á móti og spila léttleikandi miðjumönnum þar en það skiptir auðvitað miklu máli,“ sagði Hallgrímur í útvarpsþætti Fótbolta.net.
Hann telur mikilvægt að fá inn sitjandi miðjumann á móti sterku liði Úkraínu, en að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari landsliðsins, sé mjög óútreiknanlegur í liðsvali.
„Ég myndi halda það. Maður sá það þegar hann var með Víking að hann kunni vel að loka leikjum þannig myndi halda að Stefán Teitur væri líklegur inn en svo er hann það óútreiknanlegur að hann gæti hent bara Aroni inn.“
Hann býst við passífu íslensku liði en að Arnar sé ekki að fara inn í leikinn til að ná í jafntefli.
„Það er gott eftir á að það endi jafntefli en þú mátt aldrei fara inn í leik að spila upp á jafntefli og held að Arnar muni ekki gera það. Við verðum líklega passífir að einhverju leyti en ekki spil upp á jafntefli frá fyrstu mínútu. Það getur verið hættulegt að spila upp á jafntefli,“ sagði Hallgrímur enn fremur.
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|
Athugasemdir


