Mykolenko er leikmaður Everton og er eins og Malinovskyi búinn að fá eitt gult spjald í undankeppninni.
Ruslan Malinovskyi var besti leikmaður Úkraínu gegn Íslandi á Laugardalsvelli en hann var ekki með úkraínska liðinu gegn Frakklandi á fimmtudag.
Hann er búinn að fá eitt spjald í undankeppninni og voru einhverjar kenningar um að hann hefði verið hvíldur gegn Frökkum svo hann yrði alveg örugglega ekki í banni í úrslitaleiknum gegn Íslandi á morgun.
Hann er búinn að fá eitt spjald í undankeppninni og voru einhverjar kenningar um að hann hefði verið hvíldur gegn Frökkum svo hann yrði alveg örugglega ekki í banni í úrslitaleiknum gegn Íslandi á morgun.
Liðin spila úrslitaleik um sæti í umspilinu fyrir HM 2026 í Varsjá á morgun.
Á fréttamannafundi fyrir leikinn var Hákon Arnar Haraldsson, fyrirliði landsliðsins, spurður af úkraínskum fjölmiðli út í fyrri leikinn og hvaða leikmaður hefði verið erfiðast að eiga við. Hann svaraði með því að nefna Malinovskyi sem skoraði tvennu í 3-5 sigri Úkraínu á Laugardalsvelli.
Undirritaður spurði þá Arnar Gunnlaugsson og Hákon hvort þeir byggjust við miklum breytingum á liði Úkraínu, hvort þeir byggjust við því að sjá Malinovskiy og Vitaliy Mykolenko, vinstri bakvörð Everton sem spilaði ekki heldur gegn Frökkum, spila leikinn á morgun.
Finnst eins og Úkraína eigi eftir að sýna sitt rétta andlit
„Það er erfitt að lesa í síðasta leik hjá þeim, þeir fóru til Frakklands og reyndu að ná jafnteflinu. Þeir mögulega áttu að fá víti og hefðu getað með því komist í 0-1. Liggur við nokkrum sekúndum seinna voru þeir komnir með víti á sig, 1-0 undir og þá fannst mér eins og þeir fóru í sitt kerfi, en réðu engan veginn við það á móti Frökkum. Það sýnir kannski hversu sterkir við vorum á móti Frökkum."
„Þetta er búinn að vera skrítinn riðill. Eins og staðan er í dag finnst mér eins og við eigum meira skilið að komast áfram miðað við frammistöðurnar á móti Aserbaísjan og Frökkum samanborið við það sem Úkraína sýndi. En það er ekkert horft í þessa frammistöðu, það telur bara hvernig leikirnir enda og hvernig stigataflan verður í lokin."
„Mér finnst eins og Úkraína eigi samt eftir að sýna sitt rétta andlit, og vonandi verður það ekki á morgun. Það er eins og þeir hafi strögglað aðeins í þessum riðli," sagði landsliðsþjálfarinn Arnar.
„Þurfum við ekki bara að sjá til á morgun hvort hann (Malinovskyi) byrji eða ekki? Vonandi ekki, en ég býst við því (að hann byrji)," sagði Hákon.
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 5 | 4 | 1 | 0 | 13 - 3 | +10 | 13 |
| 2. Ísland | 5 | 2 | 1 | 2 | 13 - 9 | +4 | 7 |
| 3. Úkraína | 5 | 2 | 1 | 2 | 8 - 11 | -3 | 7 |
| 4. Aserbaísjan | 5 | 0 | 1 | 4 | 2 - 13 | -11 | 1 |
Athugasemdir



