Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   lau 15. nóvember 2025 16:10
Kári Snorrason
Varsjá
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Þorvaldur á tali við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson fyrir æfingu liðsins í dag.
Þorvaldur á tali við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson fyrir æfingu liðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland mætir Úkraínu annað kvöld á herstöðvarleikvanginum í Varsjá í úrslitaleik um umspil fyrir HM 2026. Íslenska liðið æfði á leikvanginum fyrr í dag en Fótbolti.net ræddi við Þorvald Örlygsson formann KSÍ um leik morgundagsins.

„Ferðalagið gekk ljómandi vel. Flugið var aðeins lengra en við bjuggumst við, en allt í góðu með það. Klukkan er núna orðin aðeins betri hjá mönnum. Það eru allir ferskir, ferðalagið var virkilega gott."

Ísland vann sannfærandi 0-2 sigur á Aserbaísjan fyrr í vikunni. Þorvaldur var ánægður með leikinn og segir hann góðan undirbúning fyrir Úkraínu á morgun.

„Fyrri hálfleikurinn var virkilega flottur, seinni hálfleikurinn var aðeins öðruvísi. Fyrri hálfleikurinn var miklu skemmtilegri áhorfs; ferskleiki, miklar hreyfingar og kláruðum dæmið virkilega vel. Þetta var góður undirbúningur fyrir þennan leik, en það er allt öðruvísi leikur framundan og allt öðruvísi tilfinningar."

„Við höfum verið að berjast við Úkraínu undanfarin ár, þetta hafa nú verið þokkalega jafnir leikir. Ég efast um að það verði ekki aftur á morgun. Þetta snýst svolítið að því hvernig menn koma inn í leikinn, stemningin og hvort að menn séu ekki of stressaðir. Ég held að ef við byrjum eins og í Aserbaísjan og jafnvel þá leiki sem við höfum spilað undanfarið að þá eigum við góða möguleika. En við erum að spila við gífurlega sterkt lið og lið með góða leikmenn innanborðs."

Jafntefli nægir Íslandi til að tryggja 2. sæti riðilsins, en Þorvaldur var spurður hvort það hefði mikil áhrif.

„Það fer auðvitað eftir því hvernig leikurinn þróast en auðvitað er alltaf gott að hafa það í bakhöndinni. Það er aldrei hægt að tryggja neitt fyrr en leikurinn er hafinn og þá sérstaklega á útivelli. Við þurfum að horfa í hvað við erum góðir í og halda boltanum en verjast á réttum augnablikum."

Formaðurinn er vongóður fyrir leiknum og spáir íslenska liðinu sigri, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner