Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 09. maí 2012 08:00
Magnús Már Einarsson
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 4. sæti
Fannar Þór er lykilmaður hjá Leikni.
Fannar Þór er lykilmaður hjá Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Varnarmaðurinn Óttar Bjarni.
Varnarmaðurinn Óttar Bjarni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Markvörðurinn Eyjólfur Tómasson að verja.
Markvörðurinn Eyjólfur Tómasson að verja.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Hilmar Árni Halldórsson.
Hilmar Árni Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Leiknir R. 174 stig
5. Víkingur Ó. 170 stig
6. KA 144 stig
7. Fjölnir 135 stig
8. Þróttur 110 stig
9. BÍ/Bolungarvík 78 stig
10. ÍR 58 stig
11. Höttur 43 stig
12. Tindastóll 38 stig

4. Leiknir
Heimasíða: leiknir.com
Lokastaða í fyrra: 10. sæti í 1. deild

Leiknismenn eru óútreiknanlegir. Liðið var markatölunni frá því að komast upp í Pepsi-deildina 2010 en í fyrra bjargaði liðið sér frá falli á markatölunni. Það er mikill metnaður í Breiðholtinu og líklegt að byrjun Leiknis á mótinu hafi mikið að segja.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann þjálfaði á sínum tíma meistaraflokk Leiknis í Breiðholti með góðum árangri.

Styrkleikar: Styrkleiki Leiknis felst í góðri miðju og fínni breidd. Þeir hafa nokkuð marga jafna leikmenn sem geta allir byrjað inn á án þess að byrjunarliðið veikist.

Veikleikar: Það vantar fleiri afgerandi leikmenn. Eins og ég sagði þá er hópurinn mjög jafn en það vantar kannski fleiri leikmenn sem skara fram úr.

Lykilmenn: Eyjólfur Tómasson, Andri Steinn Birgisson og Fannar Þór Arnarsson.

Gaman að fylgjast með: Miðjumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson er virkilega góður leikmaður. Flinkur fótboltamaður sem getur haldið bolta og er góður spilari. Maður sem getur búið til mörk.

Þjálfarinn: Willum Þór Þórsson. Það verður gaman að fylgjast með Leiknisliðinu í sumar undir stjórn Willums. Hann er maður sem gerir miklar kröfur á lið sitt og umhverfi. Hann er maður sem hugsar bara um eitt og það er að vinna. Fróðlegt verður að sjá hvernig Leiknisliðið nær að standa undir því.



Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Andri Steinn Birgisson frá Keflavík
Damir Muminovic frá HK
Gunnar Einarsson frá Víkingi R.
Jóhann Andri Kristjánsson frá Fylki
Pétur Már Harðarson frá Gróttu
Stefán Jóhann Eggertsson frá Val

Farnir:
Brynjar Óli Guðmundsson í KB
Eggert Rafn Einarsson í KV
Pape Mamadou Faye í Grindavík
Steinarr Guðmundsson í KB
Þórir Guðjónsson í Val (Var á láni)


Fyrstu leikir Leiknis 2012:
12. maí: Þór - Leiknir
19. maí: Leiknir - KA
25. maí: Þróttur - Leiknir
Athugasemdir
banner
banner
banner