Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Leiknir R. 174 stig
5. Víkingur Ó. 170 stig
6. KA 144 stig
7. Fjölnir 135 stig
8. Þróttur 110 stig
9. BÍ/Bolungarvík 78 stig
10. ÍR 58 stig
11. Höttur 43 stig
12. Tindastóll 38 stig
4. Leiknir
Heimasíða: leiknir.com
Lokastaða í fyrra: 10. sæti í 1. deild
Leiknismenn eru óútreiknanlegir. Liðið var markatölunni frá því að komast upp í Pepsi-deildina 2010 en í fyrra bjargaði liðið sér frá falli á markatölunni. Það er mikill metnaður í Breiðholtinu og líklegt að byrjun Leiknis á mótinu hafi mikið að segja.
Styrkleikar: Styrkleiki Leiknis felst í góðri miðju og fínni breidd. Þeir hafa nokkuð marga jafna leikmenn sem geta allir byrjað inn á án þess að byrjunarliðið veikist.
Veikleikar: Það vantar fleiri afgerandi leikmenn. Eins og ég sagði þá er hópurinn mjög jafn en það vantar kannski fleiri leikmenn sem skara fram úr.
Lykilmenn: Eyjólfur Tómasson, Andri Steinn Birgisson og Fannar Þór Arnarsson.
Gaman að fylgjast með: Miðjumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson er virkilega góður leikmaður. Flinkur fótboltamaður sem getur haldið bolta og er góður spilari. Maður sem getur búið til mörk.
Þjálfarinn: Willum Þór Þórsson. Það verður gaman að fylgjast með Leiknisliðinu í sumar undir stjórn Willums. Hann er maður sem gerir miklar kröfur á lið sitt og umhverfi. Hann er maður sem hugsar bara um eitt og það er að vinna. Fróðlegt verður að sjá hvernig Leiknisliðið nær að standa undir því.
Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:

Komnir:
Andri Steinn Birgisson frá Keflavík
Damir Muminovic frá HK
Gunnar Einarsson frá Víkingi R.
Jóhann Andri Kristjánsson frá Fylki
Pétur Már Harðarson frá Gróttu
Stefán Jóhann Eggertsson frá Val
Farnir:
Brynjar Óli Guðmundsson í KB
Eggert Rafn Einarsson í KV
Pape Mamadou Faye í Grindavík
Steinarr Guðmundsson í KB
Þórir Guðjónsson í Val (Var á láni)
Fyrstu leikir Leiknis 2012:
12. maí: Þór - Leiknir
19. maí: Leiknir - KA
25. maí: Þróttur - Leiknir
Athugasemdir