Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Höttur 43 stig
12. Tindastóll 38 stig
11. Höttur
Heimasíða: hottur.is
Lokastaða í fyrra: 2. sæti í 2. deild
Höttur frá Egilsstöðum hefur ekki verið að ríða feitum hesti á undirbúningstímabilinu en liðinu er spáð aftur niður í 2. deild. Ef spá þjálfara og fyrirliða rætist fara því báðir nýliðarnir beint aftur niður. Hattarmenn hafa ekki náð að styrkja sig neitt að ráði fyrir baráttuna í 1. deild og kemur því fáum á óvart að þeim sé spáð niður.
Styrkleikar: Hattarmenn hafa verið að skora þokkalega mikið á undirbúningstímabilinu miðað við nýliða í 1. deild. Svo hafa þeir nokkra fína leikmenn og mjög mikilvægt að þeirra lykilmenn haldist heilir. Liðið má engan veginn við meiðslavandræðum og leikbönnum.
Veikleikar: Varnarleikur liðsins og markvarsla teljast klárlega til veikleika. Að fá á sig 30 mörk í sjö leikjum í deildabikar er alltof mikið. Markvörður þeirra í fyrra var á lánssamningi frá Val en er farinn og það eru stór göt aftarlega á vellinum sem þeir þurfa að stoppa upp í til að halda sér í deildinni.
Lykilmenn: Birkir Pálsson, Stefán Þór Eyjólfsson og Högni Helgason.
Gaman að fylgjast með: Það verður gaman að sjá Högna Helgason í framlínunni. Hann er stór og sterkur strákur sem varnarmenn mótherjana þurfa að hafa mikið fyrir.
Þjálfarinn: Eysteinn Húni Hauksson. Sem leikmaður lék hann fjölda úrvalsdeildarleikja og ég hef mikið álit á honum sem þjálfara. Sem leikmaður var hann yfirvegaður og ég tel að hann vilji láta lið sitt spila flottan fótbolta. Ég er spenntur að fylgjast með honum í framtíðinni.
Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:

Komnir:
Birkir Pálsson frá Þrótti
Farnir:
Ásgeir Þór Magnússon í Val (Var á láni)
Friðrik Ingi Þráinsson í Fylki (Var á láni)
Fyrstu leikir Hattar 2012:
12. maí: Þróttur R. - Höttur
19. maí: Höttur - Haukar
28. maí: Víkingur Ó. - Höttur
Athugasemdir