Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 02. maí 2012 07:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 11. sæti
Hattarmenn eru mættir upp í 1. deildina.
Hattarmenn eru mættir upp í 1. deildina.
Mynd: Grétar Reynisson
Mynd: Grétar Reynisson
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Höttur 43 stig
12. Tindastóll 38 stig

11. Höttur
Heimasíða: hottur.is
Lokastaða í fyrra: 2. sæti í 2. deild

Höttur frá Egilsstöðum hefur ekki verið að ríða feitum hesti á undirbúningstímabilinu en liðinu er spáð aftur niður í 2. deild. Ef spá þjálfara og fyrirliða rætist fara því báðir nýliðarnir beint aftur niður. Hattarmenn hafa ekki náð að styrkja sig neitt að ráði fyrir baráttuna í 1. deild og kemur því fáum á óvart að þeim sé spáð niður.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann þjálfaði á sínum tíma meistaraflokk Leiknis í Breiðholti með góðum árangri.

Styrkleikar: Hattarmenn hafa verið að skora þokkalega mikið á undirbúningstímabilinu miðað við nýliða í 1. deild. Svo hafa þeir nokkra fína leikmenn og mjög mikilvægt að þeirra lykilmenn haldist heilir. Liðið má engan veginn við meiðslavandræðum og leikbönnum.

Veikleikar: Varnarleikur liðsins og markvarsla teljast klárlega til veikleika. Að fá á sig 30 mörk í sjö leikjum í deildabikar er alltof mikið. Markvörður þeirra í fyrra var á lánssamningi frá Val en er farinn og það eru stór göt aftarlega á vellinum sem þeir þurfa að stoppa upp í til að halda sér í deildinni.

Lykilmenn: Birkir Pálsson, Stefán Þór Eyjólfsson og Högni Helgason.

Gaman að fylgjast með: Það verður gaman að sjá Högna Helgason í framlínunni. Hann er stór og sterkur strákur sem varnarmenn mótherjana þurfa að hafa mikið fyrir.

Þjálfarinn: Eysteinn Húni Hauksson. Sem leikmaður lék hann fjölda úrvalsdeildarleikja og ég hef mikið álit á honum sem þjálfara. Sem leikmaður var hann yfirvegaður og ég tel að hann vilji láta lið sitt spila flottan fótbolta. Ég er spenntur að fylgjast með honum í framtíðinni.



Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Birkir Pálsson frá Þrótti

Farnir:
Ásgeir Þór Magnússon í Val (Var á láni)
Friðrik Ingi Þráinsson í Fylki (Var á láni)


Fyrstu leikir Hattar 2012:
12. maí: Þróttur R. - Höttur
19. maí: Höttur - Haukar
28. maí: Víkingur Ó. - Höttur
Athugasemdir
banner
banner
banner