banner
   fim 03. maí 2012 07:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 10. sæti
Jón Gísli Ström er lykilmaður.
Jón Gísli Ström er lykilmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Nigel Quashie.
Nigel Quashie.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Halldór Arnarsson.
Varnarmaðurinn Halldór Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ÍR 58 stig
11. Höttur 43 stig
12. Tindastóll 38 stig

10. ÍR
Heimasíða: ir.is
Lokastaða í fyrra: 6. sæti í 1. deild

ÍR-ingar tefla fram gjörbreyttu liði frá síðustu leiktíð. Eftir að Guðlaugur Baldursson lét af störfum sem þjálfari liðsins hurfu flestir leikmenn á braut. Andri Marteinsson fékk það verkefni að setja saman nýtt lið í neðra Breiðholti.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann þjálfaði á sínum tíma meistaraflokk Leiknis í Breiðholti með góðum árangri.

Styrkleikar: Nigel Quashie verður að teljast í þennan flokk og ætti að reynast gífurlegur styrkur fyrir liðið. Hann hefur mikla reynslu úr enska boltanum og félagaskipti hans vakið mikla athygli. Þá hafa ÍR-ingar hraða fram á við með Jón Gísla Ström og Andra Björn Sigurðsson innan sinnar raða.

Veikleikar: Það eru margir farnir frá því í fyrra og Andri er með ungt lið í höndunum. Hann hefur verið í því að byggja upp lið í allan vetur og það gengið ágætlega. Það verður samt erfitt fyrir liðið að stilla saman strengi og fylla í þau skörð sem hafa myndast.

Lykilmenn: Trausti Björn Ríkharðsson, Nigel Quashie og Jón Gísli Ström.

Gaman að fylgjast með: Nigel Quashie. Allra augu munu beinast að honum. Svo hef ég heyrt að Sindri Snær Magnússon gæti komið til baka á láni frá Breiðabliki. Hann kæmi þá til með að styrkja ÍR-inga.

Þjálfarinn: Andri Marteinsson er með reynslu og veit alveg hvað hann er að gera. Hann náði frábærum árangri með Haukum þar sem hann fór með liðinu upp um tvær deildir. Hans bíður samt erfitt verkefni í neðra Breiðholti þar sem miklar breytingar hafa orðið.



Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Andri Björn Sigurðsson frá Gróttu
Atli Guðjónsson frá BÍ/Bolungarvík
Alexander Kostic frá KR
Haukur Ólafsson frá Létti
Hafliði Hafliðason frá Létti
Nigel Quashie frá Englandi
Marteinn Gauti Andrason frá Haukum
Reynir Magnússon á láni frá Breiðabliki
Trausti Björn Ríkharðsson frá Fylki
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson frá Hamri
Þórir Guðnason frá Haukum

Farnir:
Árni Freyr Guðnason frá Fylki
Brynjar Benediktsson í FH (Var á lániI)
Jóhann Björnsson í Létti
Karl Brynjar Björnsson í Þrótt
Kristján Ari Halldórsson í Létti
Róbert Örn Óskarsson í FH
Sindri Snær Magnússon í Breiðablik
Stefán Þór Pálsson í Breiðablik
Tómas Agnarsson í KV
Heimir Snær Guðmundsson, óvíst hvert hann fer
Elías Ingi Árnason í Þór Þorlákshöfn
Haukur Ólafsson í BÍ/Bolungarvík


Fyrstu leikir ÍR 2012:
12. maí: ÍR - KA
19. maí: Víkingur R. - ÍR
25. maí: ÍR - Fjölnir
Athugasemdir
banner
banner