Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 07. maí 2012 08:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 6. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. KA 144 stig
7. Fjölnir 135 stig
8. Þróttur 110 stig
9. BÍ/Bolungarvík 78 stig
10. ÍR 58 stig
11. Höttur 43 stig
12. Tindastóll 38 stig

6. KA
Heimasíða: ka-sport.is
Lokastaða í fyrra: 8. sæti í 1. deild

Þeir gulu og glöðu fyrir norðan munu færast upp um tvö sæti frá því í fyrra ef spá þjálfara og fyrirliða rætist. Gunnlaugur Jónsson stýrir liðinu annað árið í röð og endar það í sjötta sæti í sumar samkvæmt spánni.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann þjálfaði á sínum tíma meistaraflokk Leiknis í Breiðholti með góðum árangri.

Styrkleikar: Varnarleikur KA er nokkuð sterkur. Þeir eru vel skipulagðir og spila nokkuð þéttan varnarleik. Þeir fengu 10 mörk á sig í 7 leikjum í Lengjubikarnum en 4 af þeim leikjum voru gegn úrvalsdeildarliðum. Það eru ekki mörg 1. deildarlið sem fá þetta fá mörk á sig gegn liðum úr efstu deild.

Veikleikar: Breiddin hjá þeim er ekki nægilega mikil þó byrjunarliðið sé vissulega fínt. Það er spennandi að sjá hvort þeir nái að bæta í hópinn á síðustu dögunum fyrir mót því þeir þurfa að auka breiddina. Þeir hafa leitað að markaskorara en hann hefur enn ekki fundist.

Lykilmenn: Sandor Matus, Gunnar Valur Gunnarsson og Jóhann Helgason.

Gaman að fylgjast með: Jóhann Helgason er feykilega mikill styrkur fyrir þetta lið. Flottur leikmaður með stórkostlegan vinstri fót. Maður sem getur klárað lið upp á sitt einsdæmi.

Þjálfarinn: Gunnlaugur Jónsson hefur að mínu mati sannað sig nokkuð vel sem þjálfari hér á landi. Hann gerði mjög góða hluti á Selfossi og mér fannst hann standa sig vel með Val í erfiðu umhverfi á Hlíðarenda. Svo náði hann öllu sem hægt var að ná út úr KA í fyrra að ég tel. Klár þjálfari sem mun ná miklu út úr KA í sumar.



Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Bjarki Baldvinsson frá Völsungi
Gunnar Valur Gunnarsson frá Fjölni
Jóhann Helgason frá Grindavík á láni

Farnir:
Andrés Vilhjálmsson meiddur
Arnór Egil Hallsson á lán til KF
Boris Lumbana
Daniel Howell
Elvar Páll Sigurðsson í Breiðablik (Var á láni)
Hafþór Þrastarson í FH (Var á láni)
Haukur Heiðar Hauksson í KR
Orri Gústafsson fluttur erlendis
Sigurjón Fannar Sigurðsson á lán til KF
Steinn Gunnarsson hættur


Fyrstu leikir KA 2012:
12. maí: ÍR - KA
19. maí: Leiknir - KA
25. maí: KA - Víkingur R.
Athugasemdir
banner
banner
banner