Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Tindastóll 38 stig
12. Tindastóll
Heimasíða: tindastoll.is
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 2. deild
Tindastóll endaði í toppsæti í hinni óútreiknanlegu 2. deild í fyrra og er liðið skyndilega komið upp í 1. deild. Ef spáin fyrir þetta ár rætist verður það þó hlutskipti liðsins á næsta ári að leika aftur í 2. deild. Það er útlit fyrir erfitt sumar hjá Stólunum en við stjórnvölinn er ungur og óreyndur þjálfari
Styrkleikar: Tindastóll á erfitt tímabil fyrir hödum en ég tel að þeirra styrkleiki liggi í heimavellinum. Þeir hafa þó nokkra ágætis leikmenn sem munu fá mikla ábyrgð á sínar herðar í sumar. Það var mjög mikilvægt fyrir þá að mínu mati að fá Bjarka Má Árnason aftur til sín. Ég tel að hann hjálpi þeim varnarlega.
Veikleikar: Þeir hafa hvorki verið sterkir varnarlega né sóknarlega í vetur og það gefur ekki góð fyrirheit. Þeir skoruðu aðeins þrjú mörk í sjö leikjum en fengu á sig 28 sem er alltof mikið. Varnarleikur liðsins hefur ekki verið góður. Útlendingarnir eru stórt spurningamerki og fróðlegt að sjá hve sterkir þeir eru.
Lykilmenn: Bjarki Már Árnason, Fannar Freyr Gíslason og Arnar Sigurðsson.
Gaman að fylgjast með: Hilmar Kárason er sprækur strákur frá Blönduósi. Hann gærti gert öðrum liðum skráveifur. Svo verður einnig gaman að fylgjast með Atla Arnarsyni.
Þjálfarinn: Halldór Jón Sigurðsson, Donni. Ungur og efnilegur þjálfari sem gerði frábæra hluti með þetta Tindastólslið í fyrra eftir að hafa tekið við því að föður sínum. Nú er komið að stórri prófraun hjá honum og athyglisvert að fylgjast með hvernig honum á eftir að ganga.
Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:

Komnir:
Ben J Everson frá Bandaríkjunum
Dominic Furness frá Bandaríkjunum
Fannar Freyr Gíslason á láni frá ÍA
Magnús Örn Þórsson frá Val
Max Touloute frá Bandaríkjunum
Seb Furness frá Bandaríkjunum
Farnir:
Dejan Miljkovic í Fjarðabyggð
Gísli Eyland Sveinsson hættur
Halldór Jón Sigurðsson hættur
Kristmar Geir Björnsson hættur
Milan Markovic
Sveinbjörn Guðlaugsson í Hvöt
Fyrstu leikir Tindastóls 2012:
12. maí: Haukar - Tindastóll
19. maí: Tindastóll - Víkingur Ó.
26. maí: BÍ/Bolungarvík - Tindastóll
Athugasemdir