Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 06. maí 2012 08:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 7. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Fjölnir 135 stig
8. Þróttur 110 stig
9. BÍ/Bolungarvík 78 stig
10. ÍR 58 stig
11. Höttur 43 stig
12. Tindastóll 38 stig

7. Fjölnir
Heimasíða: fjolnir
Lokastaða í fyrra: 5. sæti í 1. deild

Fjölnismenn munu enda neðar en í fyrra ef spá þjálfara og fyrirliða í deildinni rætist. Grafarvogsliðið hefur misst nokkra sterka leikmen frá því í fyrra en fullt er til af ungum leikmönnum í herbúðum þess. Þá hafa þjálfaraskipti orðið en Ásmundur Arnarsson færði sig um set.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann þjálfaði á sínum tíma meistaraflokk Leiknis í Breiðholti með góðum árangri.

Styrkleikar: Það er töluverður hraði í liðjnu þeirra. Það verður því erfitt fyrir mörg lið að verjast gegn þeim. Ég tel mikilvægt að Ómar Hákonarson verði heill upp á sóknarleikinn að gera hjá þeim, hann er lykilmaður í þessu liði.

Veikleikar: Þeir eru með mjög reynslulítið lið. Þeir hafa marga unga stráka og varnarlínan er mjög reynslulítil og það getur komið þeim um koll. Þá hefur markvörðurinn þeirra verið meiddur og er óvíst hve mikið hann verður með. Ef varamarkvörðurinn endar í markinu þá verður sú staða mikill veikleiki, hann er ekki nægilega góður.

Lykilmenn: Illugi Þór Gunnarsson, Guðmundur Karl Guðmundsson og Ómar Hákonarson.

Gaman að fylgjast með: Miðvörðurinn Bergsveinn Ólafsson er fljótur og sterkur og mjög grimmur einn á einn. Hann stóð sig mjög vel í fyrra og spennandi að sjá hvort hann nái að fylgja því eftir og bæta sig enn frekar.

Þjálfarinn: Ágúst Gylfason er að þreyta sína frumraun sem þjálfari í fyrstu deild. Eins og margir góðir menn er hann ættaður úr Fellunum. Það verður spennandi að sjá hvernig hann tæklar þetta erfiða verkefni með alla þessa ungu stráka í liðinu.



Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Ágúst Örn Arnarson frá Breiðabliki
Árni Kristinn Gunnarsson
Ásgeir Aron Ásgeirsson frá HK
Gunnar Sigurðsson frá FH
Pablo Punyed frá Bandaríkjunum

Farnir:
Gunnar Valur Gunnarsson í KA
Kristinn Freyr Sigurðsson í Val
Viðar Guðjónsson


Fyrstu leikir Fjölnis 2012:
12. maí: Víkingur Ó. - Fjölnir
20. maí: Fjölnir - BÍ/Bolungarvík
25. maí: ÍR - Fjölnir
Athugasemdir
banner