Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   fös 06. nóvember 2015 12:56
Elvar Geir Magnússon
Hefur aldrei búið á Íslandi en var valinn í A-landsliðið
LG
Borgun
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn ungi Frederik Schram, leikmaður Vestsjælland í Danmörku, var í dag valinn í A-landsliðið fyrir vináttulandsleiki gegn Póllandi og Slóvakíu ytra.

Frederik hefur spilað vel fyrir U21-landslið Íslands en hann hefur aldrei búið hér á landi eins og kom fram í ítarlegu viðtali sem Alexander Freyr Einarsson tók við hann í fyrra. Hann á íslenska móður en danskan föður.

„Ég nýt þess mjög mikið að spila með Íslandi. Ég elska fólkið á Íslandi og ég á stóra fjölskyldu á Íslandi og ég hef komið hingað mjög oft. Þannig að það er ekki eins og þetta sé mér alveg ókunnugt," sagði Frederik í viðtalinu.

Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins, segir að verið sé að horfa til framtíðar með valinu á Frederik.

„Hann hefur ekki verið mikið að spila með sínu félagsliði í Danmörku en vitum að það er gríðarlegur hæfileiki þarna til staðar. Við viljum sjá hvernig hann kemur út í þessum hópi. Það er meiri hraði í A-landsliðinu en U21-landsliðinu," segir Guðmundur.

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Frederik Schram sem tekið var í fyrra

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner