Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. ágúst 2016 17:10
Arnar Daði Arnarsson
Pepsi-deildin
Bestur í 14. umferð: Holland var mjög góður skóli
Óttar Magnús Karlsson - Víkingur R.
Óttar Magnús fagnar einu af mörkum sínum í sumar.
Óttar Magnús fagnar einu af mörkum sínum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn ungi og efnilegi Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Víkings R., gerði sér lítið fyrir og henti í þrennu í 3-1 sigri á Breiðablik í 14. umferð Pepsi-deildar karla.

„Ég er sáttur með minn leik. Það er alltaf gaman að skora og hvað þá þrjú mörk í einum leik," sagði Óttar sem er leikmaður umferðarinnar að mati Fótbolta.net.

„Heilt yfir held ég að við getum verið mjög ánægður með spilamennskuna í þessum leik. Þetta er líklega einn besti, ef ekki besti leikurinn okkar í sumar. Það var pirrandi að fá mark á sig svona snemma í leiknum en fyrir utan það vorum við mjög þéttir," sagði Óttar Magnús sem er þar með kominn með sjö mörk í Pepsi-deildinni í sumar.

„Ég er ánægður með þau tækifæri sem ég hef verið að fá. Í þeim leikjum sem ég hef fengið sénsinn hefur oft gengið vel," sagði sóknarmaður Víkings sem kom heim í Víking fyrir tímabilið eftir þriggja ára veru í Hollandi þar sem hann var hjá Ajax.

„Það er klárlega stefnan að fara aftur út. En nú er öll einbeitingin á deildina hér og að standa sig með Víking. Ég horfi jákvæður til baka á tímann minn í Hollandi. Ég styrktist mikið þar, bæði andlega og líkamlega, svo þetta var mjög góður skóli."

Einn af þjálfurunum í þjálfarateymi Ajax þegar Óttar Magnús var þar, var goðsögnin Dennis Bergkamp.

„Hann var hluti af aðalliðsteyminu á meðan ég var ennþá að æfa með unglingaliðinu. Mín kynni af honum voru fín. Það var mjög fínt að spjalla við hann og hann er mjög viðkunnalegur."

Gary Martin einn af sóknarmönnum Víkings í sumar hefur verið lánaður til Lilleström í Noregi.

„Hann er auðvitað mjög góður leikmaður og það er missir að hann sé farinn. Við erum með hörkumannskap sem ég held að muni fylla hans skarð og standa sig vel þegar á reynir," sagði Óttar Magnús sem er nú þriðji markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Hann segist þó vera rólegur yfir því öllu saman.

„Ég hugsa bara um að spila einn leik í einu og fókusa á að vera í núinu. Svo sjáum við hvernig þetta endar í lok tímabils."

Sjá einnig:
Bestur í 13. umferð - Atli Viðar Björnsson (FH)
Bestur í 12. umferð - Róbert Örn Óskarsson (Víkingur R.)
Bestur í 11. umferð - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 10. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 9. umferð - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Bestur í 8. umferð - Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Bestur í 7. umferð - Davíð Þór Viðarsson (FH)
Bestur í 6. umferð - Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Bestur í 5. umferð - Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Bestur í 4. umferð - Einar Hjörleifsson (Vikingur Ólafsvík)
Bestur í 3. umferð - Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Bestur í 2. umferð - Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Bestur í 1. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner