Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. maí 2018 12:53
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 3. umferð: Til í að hlaupa eins og rotta ef það hjálpar liðinu
Emil Ásmundsson (Fylkir)
Emil í leiknum umrædda gegn Val.
Emil í leiknum umrædda gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Emil fagnar marki sínu.
Emil fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta var jafn leikur og hefðum í raun getað fengið öll stigin úr þessum leik. Það voru atriði sem féllu ekki með okkur," segir Emil Ásmundsson, leikmaður Fylkis, en Fótbolti.net og Domino's velja hann sem besta leikmann 3. umferðar Pepsi-deildarinnar.

Emil skoraði dýrmætt jöfnunarmark þegar Fylkir gerði 2-2 jafntefli við Íslandsmeistara Vals.

„Við berum virðingu fyrir Val en ákváðum að sýna þeim ekki of mikla virðingu. Liðið sýndi mikinn karakter í þessum leik," segir Emil en nær allir spáðu Valsmönnum efsta sæti í sumar.

Emil býst þó við því að það verði spenna í titilbaráttunni.

„Mótið fer vel af stað og þetta er allt saman galopið. Liðin verða að taka stigin hvert af öðru og það er í raun dauðafæri fyrir eitthvað lið að ræna titlinum. Við gætum þess vegna tekið hann!" segir Emil léttur en hann er sáttur með uppskeruna.

„Við sem nýliðar getum verið ánægðir með fjögur stig úr þremur leikjum. Við hefðum væntanlega tekið við því fyrirfram! Þetta er eitthvað sem við getum byggt upp á. Næsti leikur er í Egilshöllinni gegn ÍBV og við verðum að mæta 100% í þann leik eins og við gerðum gegn Val."

Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, hefur talsvert minnst á þá umræðu sem hefur verið um hans lið.

„Við tökum neikvæða umræðu um okkur og reynum að nota hana sem eldsneyti. Annars erum við langmest bara að hugsa um okkur sjálfa og að spila okkar leik. Önnur lið geta verið með einhverjar tilfæringar gegn okkur en við hugsum bara um okkur," segir Emil.

Hann er gríðarlega vinnusamur leikmaður og hleypur mikið í leikjum. Hann segist þó ekki vera með neinar tölur um hversu mikil yfirferð hans er.

„Ég er alveg til í að hlaupa eins og rotta ef það hjálpar liðinu," segir Emil en sú setning er líklega lýsandi fyrir hugarfar Árbæjarliðsins.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
Leikmaður 2. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner