Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 08. maí 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. umferð: Ekki verið að skamma ef menn klikka
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Gísli Eyjólfsson er leikmaður 2. umferðar.
Gísli Eyjólfsson er leikmaður 2. umferðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli fagnar marki með Gumma Bö í fyrstu umferðinni.
Gísli fagnar marki með Gumma Bö í fyrstu umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var geggjað. Það er frábært að ná í þrjá punkta í Kaplakrika og byrja þetta mót vel. Það er ekkert gefins," sagði Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Gísli er leikmaður 2. umferðar í Pepsi-deildinni en hann skoraði og átti stórleik í 3-1 útisigri á FH í gær. Gísli skoraði með því að vippa yfir Gunnar Nielsen markvörð FH eftir að hafa sloppið í gegn.

„Það var þægilegt hvað ég hafði lítinn tíma. Þetta var frábær sending hjá Arnþóri Ara og fékk engan tíma til að hugsa. Þetta gerðist bara," sagði Gísli.

Sóknarleikur Breiðabliks virkar mun beittari í byrjun móts heldur en í fyrra.

„Þetta lítur vel út. Við erum komnir með sjö í deildinni og við skoruðum líka slatta í bikarnum á móti Leikni. Framherjarnir eru sjóðheitir og við erum allir að ná að pota inn mörkum. Maður hefur ekki áhyggjur af því fyrir leiki hvort við náum að skora eða ekki," sagði Gísli en hvað hefur breyst í sóknarleiknum?

„Svenni (Sveinn Aron Guðjohnsen) er búinn að taka sig á í vetur og er orðinn mjög flottur. Það er líka meira frjálsræði. Menn gera það sem þeim dettur í hug þegar þeir koma á síðasta þriðjung. Það er ekki verið að skamma menn ef menn klikka. Menn eru með sjálfstraust og þora að gera hluti."

Stemningin er mikil í Breiðabliks liðinu í augnablikinu eins og sjá má á þessu myndbandi frá Blikar TV í gær.

„Það er mikilvægt að hafa klefann góðan og hann er það klárlega núna. Það líður öllum vel í þessum klefa. Gummi Bö er búinn að koma skemmtilega inn í þetta. Hann var valinn pepparinn hjá ykkur í síðustu umferð. Þetta er frábær hópur af mjög góðum vinum. Þetta eru uppaldir strákar sem hafa verið lengi saman,"

Breiðablik mætir Keflavík í næstu umferð á laugardaginn. „Við fögnuðum þessu í gærkvöldi og svo er ný vika núna. Núna er málið að undirbúa sig undir Keflavíkurleikinn," sagði Gísli að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar. „Ég sætti mig við allt með beikoni. New York er klassísk" sagði Gísli.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
Leikmaður 1. umferðar - Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik
Athugasemdir
banner
banner