Tyrkland
1
0
Ísland
Gökhan Töre
'78
Selcuk Inan
'89
1-0
13.10.2015 - 18:45
Torku Arena
Undankeppni EM 2016
Aðstæður: Logn og hlýtt
Dómari: Gianluca Rocchi (Ítalía)
Torku Arena
Undankeppni EM 2016
Aðstæður: Logn og hlýtt
Dómari: Gianluca Rocchi (Ítalía)
Byrjunarlið:
1. Volkan Babacan (m)
2. Sener Ozbayrakli
3. Hakan Balta
4. Serdar Aziz
8. Selcuk Inan
10. Hakan Calhanoglu
('72)
10. Arda Turan
14. Oguzhan Ozyakup
('62)
16. Ozan Tufan
18. Caner Erkin
20. Volkan Sen
('75)
Varamenn:
1. Hayrullah Akyuz (m)
6. Okay Yokuslu
7. Yasin Öztekin
9. Umut Bulut
('75)
11. Gökhan Töre
('62)
13. Emre Tasdemir
15. Mehmet Topal
17. Cenk Tosun
('72)
22. Ersan Gulum
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Gökhan Töre ('78)
Leik lokið!
Leiknum er lokið með svekkjandi 1-0 tapi. Hefði verið ansi fínt að taka bara markalausa jafnteflið, en Tyrkirnir höfðu heppnina með sér. Glæsilegt aukaspyrnumark skildi liðin að, algjört óþarfa mark. Maður er ekkert eðlilega svekktur en svona er þetta! Strákarnir áttu ágætis leik og hey... VIÐ ERUM Á LEIÐ TIL FRAKKLANDS!!!!!
90. mín
Ohh þetta er svo ógeðslega svekkjandi...!! Að fá á sig þetta mark.. maður er hundfúll, neita því ekki!
89. mín
MARK!
Selcuk Inan (Tyrkland)
MARK!! Ojj hvað þetta er blóðugt!! Tyrkir fá ódýra aukaspyrnu og Selcuk Inan skorar beint úr henni! Virkilega góð spyrna en ojj hvað þetta er svekkjandi!!
88. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Tekst Alfreð að verða enn óvinsælli í Tyrklandi með því að skora sigurmark okkar?
84. mín
Hörkusókn hjá Tyrkjum og ekki mátti miklu muna að Arda Turan skoraði, en hann skaut í hliðarnetið!
82. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Jón Daði tekinn af velli og Viðar Örn kemur inn í hans stað.
79. mín
Jón Daði er kominn á lappir og til í að fara aftur inn á. Þetta var svo rautt að það hálfa væri nóg, takkarnir í ökklana/kálfana. Nú skulum við bara sækja stigin þrjú!!!
78. mín
Rautt spjald: Gökhan Töre (Tyrkland)
RAUTT SPJALD!!! GÖKHAN TÖRE HAMRAR NIÐUR JÓN DAÐA OG FÆR RÉTTILEGA AÐ LÍTA RAUÐA SPJALDIÐ!!! HÖRMULEGT BROT, JÓN DAÐI LIGGUR SÁRÞJÁÐUR EFTIR!
75. mín
Inn:Umut Bulut (Tyrkland)
Út:Volkan Sen (Tyrkland)
Við höfum enn ekki gert skiptingu en Tyrkir gera sína þriðju breytingu. Umut Bulut kemur inn fyrir Volkan Sen.
74. mín
OHH!!! Hætta á ferðum!! Birkir Már með fínan bolta fyrir og Kolbeinn nær skallanum en nær ekki að stýra boltanum að marki!
72. mín
Inn:Cenk Tosun (Tyrkland)
Út:Hakan Calhanoglu (Tyrkland)
Ein af skærustu stjörnum Tyrkja fer af velli og Cenk Tosun kemur inn í hans stað.
69. mín
Tyrkir ættu klárlega að reyna að leggja allt í sölurnar til að vinna þennan leik. Með sigri eru þeir nefnilega komnir áfram eins og staðan er í öðrum leikjum með sigri! Kasakstan er að vinna Lettland svo Tyrkland fer beint á EM vegna góðs árangurs í 3. sæti ef þeir vinna. Sömuleiðis hafa þeir engu að tapa, því þeir fá samt 3. sætið ef þeir tapa leiknum því Tékkar eru að rúlla yfir Holland 3-0. Svo ég segi bara: Sækið Tyrkir, sækið!
62. mín
Inn:Gökhan Töre (Tyrkland)
Út:Oguzhan Ozyakup (Tyrkland)
Tyrkir gera sína fyrstu breytingu. Gökhan Töre, sprækur leikmaður Besiktas, kemur inn á fyrir Oguzhan Ozyakup.
59. mín
Strákarnir okkar halda áfram að þjarma og pressa. Aron Einar var í fínni stöðu en sending hans, sem mögulega var skot, var alls ekki nógu góð.
58. mín
Stúkurnar kallast á og maður fær enn eina gæsahúðina.. Ég hef aldrei upplifað aðra eins stemningu og ekki einu sinni nálægt því. Þvílíkir stuðninsmenn!!!
Að þvi sögðu, þá fékk Ísland horn, loksins fínasta spyrna en Volkan náði að handsama boltann.
Að þvi sögðu, þá fékk Ísland horn, loksins fínasta spyrna en Volkan náði að handsama boltann.
57. mín
Illa farið að ráði sínu sóknarlega! Ísland vinnur boltann á miðjunni, geysist upp í skyndisókn. Birkir fær boltann á hægri kantinum en er of lengi að gefa fyrir og slakur bolti hans fer af varnarmanni og endar í hrömmunum á Volkan Babacan.
56. mín
Slök aukaspyrna.. föstu leikatriðin okkar hafa verið léleg og það er ekki gott í leikjum sem þessum.
55. mín
Íslendingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað, brotið á Ara Frey. Sjáum hvort þetta verði vel nýtt!
54. mín
Gylfi Þór með bjartsýnisskot en boltinn flýgur yfir. Um að gera að reyna, hann hefur svo sannarlega skorað stórkostleg mörk í gegnum tíðina.. oftar en einu sinni og oftar en tíu sinnum.
53. mín
Íslendingar ráða lögum og lofum eins og er og tyrknesku stuðningsmennirnir baula ansi hátt.
50. mín
Gylfi liggur eftir eitt tyrkneskt brot en stendur aftur upp. Vonandi er þetta ekki alvarlegt.
48. mín
Fínasta skyndisókn hjá Íslendingum, Jóhann Berg kemur svo með hættulega fyrirgjöf sem varnarmaður Tyrklands hreinsar í horn.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn og strákarnir okkar byrja með boltann. ÁFRAM ÍSLAND!!
46. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Íslenska liðið endaði fyrri hálfleikinn á sókn en sending ætluð Jóa Berg frá Ara Frey sveif yfir alla menn og fór aftur fyrir. Spennandi leikur og seinni hálfleikur bíður!
44. mín
Ísland í ansi fínu sóknartækifæri en Birkir Bjarnason er aðeins of lengi að gefa á Jón Daða og rangstaða dæmd. Jón Daði reyndar brjálaður, vildi meina að hann væri réttstæður. Þetta var tæpt allavega.
43. mín
Þarna munar svo litlu!! Jóhann Berg nær boltanum og geysist upp, kemur með frábæran bolta á Birki Bjarna en snertingin svíkur hann og Tyrkir ná boltanum. Birkir datt að vísu í teignum en réttilega ekkert dæmt. Hann getur nú ekki fengið víti í hverjum leik!
Hollendinga höfðu miklar áhyggjur af Íslenska liðinu, eðlilegt. #EURO2016
— Gummi Ben (@GummiBen) October 13, 2015
37. mín
Þetta er allt að gerast!!! Birkir Bjarnason með stórhættulegan bolta fyrir og Kolbeinn er í honum, en varnarmaður Tyrkja bjargar rétt svo í horn.
36. mín
2-0 fyrir Tékklandi í Hollandi. Tyrkir eru svo gott sem komnir með 3. sætið. Vonandi slaka þeir á þannig við getum lætt inn einu marki og unnið riðilinn!!
35. mín
Sóknarþunginn aðeins að aukast hjá okkar mönnum!! Birkir Bjarnason kemur með boltann inn í teiginn og Jóhann Berg hendir honum fyrir markið af fjærstönginni en Tyrkir ná að bjarga.
34. mín
Ísland fær sitt fyrsta horn. "Inn með boltann" heyrist í íslensku stuðningsmönnunum, rétt svo.. áður en Tyrkir kæfa það með bauli. Spyrnan nokkuð hættuleg og Tyrkir í vandræðum með að hreinsa frá en ná að bjarga málunum á endanum.
33. mín
Þarna munaði svo litlu!! Frábær stungusending inn í og Jón Daði er mættur en náði ekki hinni fullkomnu móttöku sem þurfti. Volkan Babacan endar á að ná boltanum. En strákarnir sýndu þarna að þeir geta bitið frá sér!
31. mín
Náum að skapa álitlega sókn en köstum henni á glæ með fáránlegri sendingu. Tyrkir geysast svo upp í skyndisókn og fá hornspyrnu eftir að Kári Árnason skallar aftur fyrir endamörk.
30. mín
Arda Turan sýnir hvers hann er megnugur! Spænir sig í gegnum varnarmenn Íslands sem ná maunlega að stoppa hann í teignum!! Þarna skall hurð nærri hælum. Það verður að segjast að heimamenn hafa verið með talsverða yfirburði, strákarnir okkar ná ekki að halda boltanum neitt.
29. mín
Volkan Sen með hörkuskot í kjölfar aukaspyrnu! Virtist vera í vonlausri stöðu þegar hann reyndi að fylgja eftir viðstöðulaust en smellhitti boltann svona líka og hann fór rétt framhjá!
25. mín
Tékkland er komið 1-0 yfir gegn Hollandi. Eins og staðan er núna er Ísland því ekki lengur að vinna A-riðilinn! En Hollendingar hafa nú enn nægan tíma til að fá eitthvað út úr þessum leik á heimavelli.
23. mín
Tyrkir fá aukaspyrnu í kjölfar handarinnar á Jóa Berg en hún endar beint í hrömmunum hjá Ögmundi, sem hefur verið öruggur í öllum sínum aðgerðum til þessa.
23. mín
Gult spjald: Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Jóhann Berg fær ansi ódýrt gult spjald fyrir hendi.
20. mín
Heimamenn að ná ágætis tökum á þessu aftur. Þeir eru að þjarma meira og meira að okkar mönnum en nú þarf bara að halda ró sinni og spila sinn bolta. Við erum svosum vanir því að hin liðin séu meira með boltann.
18. mín
Fínt færi hjá Tyrkjum! Spila virkilega vel og renna boltanum út á Oguzhan Ozyakup sem er í fínu skotfæri fyrir utan teig. Sem betur fer skýtur hann framhjá!! Íslenska liðið þarf aðeins að passa sig!
17. mín
Þarna mátti ekki miklu muna, Aron Einar missir boltann á stórhættulegum stað og Tyrkirnir sækja hratt. Ná að komast ansi nálægt góðu færi en sem betur fer koma okkar menn í veg fyrir það.
15. mín
Þetta er nú ekki merkilegasti fótboltaleikurinn svona til að byrja með. Tyrkirnir vita að stig dugir þeim til að ná 3. sætinu og ætla greinilega ekki að taka óþarfa sénsa. Strákarnir okkar ættu bara að ganga á lagið, það væri gaman! Stig hérna væri hins vegar frábært.
11. mín
Strákarnir okkar eru að vinna sig mun betur inn í leikinn! Eru farnir að halda boltanum betur og Tyrkir hafa lítið sem ekkert gert undanfarið. Nú vantar bara að taka þetta á næsta level.
7. mín
Ísland fær aukaspyrnu á ágætis stað. Ari Freyr tekur hana, boltinn inn í teig en Tyrkir ná að hreinsa.
4. mín
Tyrkir byrja af krafti og Íslendingum gengur afar illa að halda boltanum. Við þessu mátti svosum alveg búast.
3. mín
Fín sókn hjá okkar mönnum en boltinn endar í höndunum á Volkan Babacan. Ótrúleg læti þegar Ísland fær boltann, manni finnst eins og hljóðhimnurnar séu að springa!
Fyrir leik
Fyrir leik var mínútu þögn til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Ankara.. nema Tyrkirnir þögðu bara alls ekki.
Fyrir leik
Jæja, búið að leika þjóðsöngvana og nú fer leikurinn að hefjast. Ég er með allt of mikla gæsahúð, stemningin er með ólíkindum og leikurinn ekki einu sinni byrjaður!
Fyrir leik
Nú fer að styttast í leik og hér má rifja upp nokkur viðtöl leikmanna og þjálfarans Lars Lagerback fyrir leik.
Kolbeinn: Tyrkir hafa bætt sig mikið
Raggi Sig: Mér leið drulluvel
Ögmundur: Ekki svona sem maður vill fá tækifærið
Lars: Hef ekki séð annað eins síðan í Króatíu
Kolbeinn: Tyrkir hafa bætt sig mikið
Raggi Sig: Mér leið drulluvel
Ögmundur: Ekki svona sem maður vill fá tækifærið
Lars: Hef ekki séð annað eins síðan í Króatíu
Fyrir leik
Það verður spennandi að sjá hvernig Ögmundur Kristinsson stendur sig í fjarveru Hannesar. Hann var virkilega góður í fyrri hálfleiknum sem hann fékk að spila í Belgíu og hefur fengið hellings reynslu síðan þá.
Fyrir leik
Með því að smella hér má fá smá hugmynd að því hvernig stemningin er á Torku Arena. Þetta er svakalegt.
Fyrir leik
Dómari í dag er Gianluca Rocchi frá Ítalíu. Vonandi ná þessir mögnuðu áhorfendur ekki til hans!
Fyrir leik
Stemningin hér í Konya er engu lík! Kíkið á myndirnar sem eru komnar hér að ofan, beint frá Hafliða Breiðfjörð sem er með mér hérna í Tyrklandi.
Fyrir leik
Tyrkneska liðið er einnig komið inn. Þeirra skæðasti framherji Burak Yilmaz er enn meiddur og það er ágætt fyrir okkur. Hvað hópinn varðar, þá eru umtalsverðar breytingar frá fyrri leiknum gegn Íslandi. Sjálfsagt svona 8-9 nýir menn komnir inn frá því í Laugardalnum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús og það íslenska má sjá hér til hægri. Nákvæmlega sama byrjunarlið og ég spáði í dag, vel gert ég! Þrjár breytingar: Ögmundur í markið í stað Hannesar, Aron Einar á miðjuna í stað Emils og Jón Daði fram í stað Alfreðs. Nú fer heldur betur að styttast í þetta..!!
Fyrir leik
Ég var að komast að því að Torku Arena er jafnframt kallaður Büyüksehir Belediyesi Stadyumu.. ég held ég haldi mig við Torku Arena.
Fyrir leik
Tyrkir hafa farið í gegnum þrjá síðustu heimaleiki án taps eftir að hafa beðið lægri hlut gegn Tékklandi í fyrra. Hins vegar hefur Ísland unnið alla sína útileiki án þess að fá á sig mark nema auðvitað gegn Tékklandi úti, í eina tapinu í riðlinum til þessa.
Fyrir leik
Þetta er einungis í þriðja skiptið sem Tyrkir spila landsleik hér í Konya, en þetta gæti vel orðið þeirra framtíðar heimavöllur. Áhuginn á liðinu hefur örlítið dregist saman svo þeir spila ekki lengur á hinum risastóra heimavelli Galatasaray í Istanbúl. Hér í Konya unnu Tyrkir frækinn 3-0 sigur gegn Hollandi á dögunum en gerðu einnig 1-1 jafntefli við Lettland.
Fyrir leik
Íslensku stuðningsmennirnir í Konya eru ekkert sérstaklega margir en þeir eru hins vegar hressir. Hér eru þeir að syngja hið vinsæla lag "Ég er kominn heim" á hótelinu fyrir leik.
Fyrir leik
Var að fá létta gæsahúð. Strákarnir okkar voru að labba út á völlinn og það var baulað vel á þá. Lætin voru gríðarleg þó svo að einungis örfáar hræður séu mættar á völlinn. Þetta verður gjörsamlega TRYLLT þegar stúkan er orðin full. Fylgist endilega með á Fótbolta.net Snapchattinu, Fotboltinet, en þar fáið þið stemninguna beint í æð.
Fyrir leik
Nú gæti farið að styttast í að byrjunarlið Íslands verði opinberað. Það er tæplega einn og hálfur tími í að leikurinn hefjist. Hérna má sjá byrjunarliðið sem við spáum, en við teljum að þeir Ögmundur Kristinsson, Aron Einar Gunnarsson og Jón Daði Böðvarsson komi inn í liðið í stað Hannesar Þórs Halldórssonar, Emils Hallfreðssonar og Alfreðs Finnbogasonar. Sama hvaða leikmenn spila, þá erum við örugglega að fara að gera góða hluti!
Fyrir leik
Íslendingar og Tyrkir eru ekki þeir einu sem eru spenntir fyrir þessum leik. Þeir sem eru að fara mest á taugum eru Hollendingar. Þeir þurfa að treysta á íslenskan sigur til að eiga möguleika á að fara í umspilið um sæti á EM. Hver hefði spáð því áður en þessi riðill hófst að Holland ætti einungis fjarlægan möguleika á að fara á EM í lokaumferðinni? Þeir mæta líka engu grín liði, heldur sjálfum Tékkum sem einnig eru komnir á EM.
Hollenski sjónvarpsmaðurinn Kees Jongkind er alls ekki bjartsýnn á að sínir menn séu á leið á EM eins og sást á spjalli mínu við hann í gær.
Hollenski sjónvarpsmaðurinn Kees Jongkind er alls ekki bjartsýnn á að sínir menn séu á leið á EM eins og sást á spjalli mínu við hann í gær.
Fyrir leik
Þessi undankeppni hefur verið ævintýri líkust og mörg met hafa verið slegin. Það er hreint út sagt ótrúlegt að Ísland hafi einungis tapað einum leik af níu og unnið sex þeirra. Kaldhæðnislegt er að Ísland gerði svo jafntefli í tveimur leikjum sem búist var við að yrðu auðveldir sigrar, heima gegn Lettlandi og Kasakstan, en það skiptir engu máli. Strákarnir okkar eru komnir á EM 2016 og íslenska þjóðin ætti svo sannarlega að vera stolt. Ég er það að minnsta kosti. Vonandi halda þeir áfram að gleðja okkur í kvöld.
Fyrir leik
Ísland vann eftirminnilegan 3-0 sigur gegn Tyrkjum í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. Þeir Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson tryggðu Íslendingum glæsilegan sigur og fullkomna byrjun á undankeppninni. Nú er kominn tími á að loka hringnum hér í Konya.
Fyrir leik
Í kvöld reynir á strákana og hversu hungraðir þeir eru. Þeir hafa að engu að keppa í rauninni á meðan Tyrkir hafa að öllu að keppa, nánar tiltekið möguleikanum um sæti á EM 2016. Strákarnir okkar hikstuðu aðeins gegn Lettlandi þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli en auðvitað væri frábært að enda undankeppnina hér með stæl. Ljóst er að heimamenn munu allavega leggja allt í sölurnar til að ná góðum úrslitum.
Fyrir leik
Það má búast við hreint út sagt ótrúlegri stemningu á vellinum hér í kvöld. Uppselt var á leikinn fyrir tveimur vikum og Torku Arena tekur 42.000 manns í sæti. Tyrkir eru þekktir fyrir að vera ansi líflegir á pöllunum og það er ekki von á öðru í kvöld, svo sannarlega ekki.
Fyrir leik
Komið þið margblessuð og sæl og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2016.
Alexander Freyr Einarsson heiti ég og er staddur á hinum glæsta Torku Arena í Konya, þar sem leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Að staðartíma er leikurinn að hefjast klukkan 21:45 og verður því búinn laust fyrir miðnætti.
Alexander Freyr Einarsson heiti ég og er staddur á hinum glæsta Torku Arena í Konya, þar sem leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Að staðartíma er leikurinn að hefjast klukkan 21:45 og verður því búinn laust fyrir miðnætti.
Byrjunarlið:
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson
('88)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason (f)
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
22. Jón Daði Böðvarsson
('82)
23. Ari Freyr Skúlason
Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
2. Sölvi Geir Ottesen
3. Hallgrímur Jónasson
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
11. Alfreð Finnbogason
('88)
19. Rúrik Gíslason
20. Emil Hallfreðsson
21. Viðar Örn Kjartansson
('82)
22. Eiður Smári Guðjohnsen
25. Theodór Elmar Bjarnason
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Jóhann Berg Guðmundsson ('23)
Rauð spjöld: