Þeir fáu Íslendingar sem verða á vellinum í Konya þegar Ísland mætir Tyrklandi klukkan 18:45 eru mættir á Dundar hótelið í borginni þar sem stemmningin fyrir leikinn er að byggjast upp.
Á myndbandinu að ofan má sjá stuðningsmennina, sem eru saman komnir á veitingastað hótelsins, syngja lagið vinsæla „Ég er kominn heim," sem er gríðarlega vinsælt hjá fótboltaáhugamönnum í dag og orðið helsta stuðningslag Íslands.
Athugasemdir