Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
   mán 12. október 2015 17:30
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Raggi Sig: Mér leið drulluvel
Icelandair
Ragnar Sigurðsson var hress á æfingunni í dag.
Ragnar Sigurðsson var hress á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, er fullur tilhlökkunar fyrir leik Íslands gegn Tyrklandi í Konya annað kvöld.

Ragnar og félagar eru búnir að tryggja sér sæti á EM 2016 en það þýðir ekki að þeir muni gefa neitt eftir í síðasta leik undankeppninnar gegn Tyrkjum.

„Þetta verður spennandi leikur, maður býst við einhverri ákveðinni stemningu hérna og það verður spennandi að sjá," sagði Ragnar við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

Blaðamaður gerði ráð fyrir því að stuðningsmenn í Rússlandi, þar sem Ragnar spilar fyrir FC Krasnodar, væru ansi blóðheitir og því ætti varnarmaðurinn öflugi að vera vanur því andrúmslofti sem von er á annað kvöld. Það reyndist rangt.

„Þeir eru ekkert það heitir í Rússlandi, það er frekar rólegt þar reyndar. Ég hélt sjálfur að það yrði miklu alvarlegra þar, en maður hefur heyrt að þeir séu mjög heitir hérna. Ég hef spilað einu sinni á móti Galatasaray og það var alveg hörku fjör þar," sagði Ragnar.

„Maður reynir náttúrulega allt til að einbeita sér bara að leiknum en það koma hugsanir hér eða þar. Það er bara misjafnt hvað menn eru að hugsa."

Ansi stutt er á milli leikjanna gegn Lettlandi og Tyrklandi en sjálfur er Ragnar ferskur.

„Maður er alltaf smá stífur og svona en við vorum á æfingu áðan og mér leið allavega drulluvel," sagði Ragnar, sem vill ekki spá of mikið í 2-2 jafnteflinu gegn Lettlandi.

„Að mínu mati þýðir ekkert að vera að spá allt of mikið í því. Við skoðum hvað fór úrskeiðis og svo einbeitum við okkur bara að þessum leik," sagði Ragnar, sem viðurkennir þó að það hafi ekki verið gaman að fá á sig tvö mörk.

„Það var gjörsamlega óþolandi en þetta var bara frábærlega klárað hjá þeim, þessi færi. Stundum er bara erfitt að stoppa mörk þegar þau eru svona vel gerð og mér fannst þetta vera þannig mörk."
Athugasemdir
banner
banner
banner