Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
banner
   mán 12. október 2015 17:30
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Raggi Sig: Mér leið drulluvel
Icelandair
Ragnar Sigurðsson var hress á æfingunni í dag.
Ragnar Sigurðsson var hress á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, er fullur tilhlökkunar fyrir leik Íslands gegn Tyrklandi í Konya annað kvöld.

Ragnar og félagar eru búnir að tryggja sér sæti á EM 2016 en það þýðir ekki að þeir muni gefa neitt eftir í síðasta leik undankeppninnar gegn Tyrkjum.

„Þetta verður spennandi leikur, maður býst við einhverri ákveðinni stemningu hérna og það verður spennandi að sjá," sagði Ragnar við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

Blaðamaður gerði ráð fyrir því að stuðningsmenn í Rússlandi, þar sem Ragnar spilar fyrir FC Krasnodar, væru ansi blóðheitir og því ætti varnarmaðurinn öflugi að vera vanur því andrúmslofti sem von er á annað kvöld. Það reyndist rangt.

„Þeir eru ekkert það heitir í Rússlandi, það er frekar rólegt þar reyndar. Ég hélt sjálfur að það yrði miklu alvarlegra þar, en maður hefur heyrt að þeir séu mjög heitir hérna. Ég hef spilað einu sinni á móti Galatasaray og það var alveg hörku fjör þar," sagði Ragnar.

„Maður reynir náttúrulega allt til að einbeita sér bara að leiknum en það koma hugsanir hér eða þar. Það er bara misjafnt hvað menn eru að hugsa."

Ansi stutt er á milli leikjanna gegn Lettlandi og Tyrklandi en sjálfur er Ragnar ferskur.

„Maður er alltaf smá stífur og svona en við vorum á æfingu áðan og mér leið allavega drulluvel," sagði Ragnar, sem vill ekki spá of mikið í 2-2 jafnteflinu gegn Lettlandi.

„Að mínu mati þýðir ekkert að vera að spá allt of mikið í því. Við skoðum hvað fór úrskeiðis og svo einbeitum við okkur bara að þessum leik," sagði Ragnar, sem viðurkennir þó að það hafi ekki verið gaman að fá á sig tvö mörk.

„Það var gjörsamlega óþolandi en þetta var bara frábærlega klárað hjá þeim, þessi færi. Stundum er bara erfitt að stoppa mörk þegar þau eru svona vel gerð og mér fannst þetta vera þannig mörk."
Athugasemdir
banner
banner
banner