Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 12. október 2015 17:30
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Raggi Sig: Mér leið drulluvel
Icelandair
Ragnar Sigurðsson var hress á æfingunni í dag.
Ragnar Sigurðsson var hress á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, er fullur tilhlökkunar fyrir leik Íslands gegn Tyrklandi í Konya annað kvöld.

Ragnar og félagar eru búnir að tryggja sér sæti á EM 2016 en það þýðir ekki að þeir muni gefa neitt eftir í síðasta leik undankeppninnar gegn Tyrkjum.

„Þetta verður spennandi leikur, maður býst við einhverri ákveðinni stemningu hérna og það verður spennandi að sjá," sagði Ragnar við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

Blaðamaður gerði ráð fyrir því að stuðningsmenn í Rússlandi, þar sem Ragnar spilar fyrir FC Krasnodar, væru ansi blóðheitir og því ætti varnarmaðurinn öflugi að vera vanur því andrúmslofti sem von er á annað kvöld. Það reyndist rangt.

„Þeir eru ekkert það heitir í Rússlandi, það er frekar rólegt þar reyndar. Ég hélt sjálfur að það yrði miklu alvarlegra þar, en maður hefur heyrt að þeir séu mjög heitir hérna. Ég hef spilað einu sinni á móti Galatasaray og það var alveg hörku fjör þar," sagði Ragnar.

„Maður reynir náttúrulega allt til að einbeita sér bara að leiknum en það koma hugsanir hér eða þar. Það er bara misjafnt hvað menn eru að hugsa."

Ansi stutt er á milli leikjanna gegn Lettlandi og Tyrklandi en sjálfur er Ragnar ferskur.

„Maður er alltaf smá stífur og svona en við vorum á æfingu áðan og mér leið allavega drulluvel," sagði Ragnar, sem vill ekki spá of mikið í 2-2 jafnteflinu gegn Lettlandi.

„Að mínu mati þýðir ekkert að vera að spá allt of mikið í því. Við skoðum hvað fór úrskeiðis og svo einbeitum við okkur bara að þessum leik," sagði Ragnar, sem viðurkennir þó að það hafi ekki verið gaman að fá á sig tvö mörk.

„Það var gjörsamlega óþolandi en þetta var bara frábærlega klárað hjá þeim, þessi færi. Stundum er bara erfitt að stoppa mörk þegar þau eru svona vel gerð og mér fannst þetta vera þannig mörk."
Athugasemdir
banner
banner