Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   mán 12. október 2015 13:50
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Ögmundur: Ekki svona sem maður vill fá tækifærið
Icelandair
Ögmundur á landsliðsæfingu í Konya í dag.
Ögmundur á landsliðsæfingu í Konya í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson gæti átt von á því að standa á milli stanganna þegar Ísland heimsækir Tyrkland í lokaumferð undankeppni EM 2016 í Konya annað kvöld.

Þessi fyrrum markvörður Fram hefur verið að gera frábæra hluti með Hammarby í Svíþjóð undanfarin misseri og mætir fullur sjálfstrausts til Tyrklands.

„Það er búið að ganga mjög vel í Svíþjóð frá fyrsta leik og það er búinn að vera mikill stígandi í liðinu upp á síðkastið, þannig maður er með sjálfstraustið í botni," sagði Ögmundur við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

„Ég vissi alveg að ég gæti staðið í markinu og staðið mig vel, það var ekkert sem ég hafði áhyggjur af. En vissulega var búið að ganga aðeins illa hjá liðinu og smá hætta á að það yrði einhver fallbarátta, en við erum búnir að losa okkur við hana."

Ögmundur er nokkuð líklegur til að byrja í markinu í fjarveru Hannesar Þórs Halldórssonar aðalmarkvarðar, sem fór ekki með til Tyrklands vegna meiðsla. Hann segist vera klár í slaginn ef kallið kemur.

„Maður er alltaf klár, hvort sem maður sé á bekknum eða ekki. Hvort sem Hannes eða einhver annar sé hérna, þá verður maður alltaf að vera klár. Hvort maður byrji eða ekki, maður verður alltaf að vera tilbúinn," sagði Ögmundur.

„Það er alltaf leiðinlegt að horfa á vin sinn meiða sig, það var mjög leiðinlegt að sjá það og ekki þannig sem maður vill fá tækifærið. En að sjálfsögðu, ef maður fær tækifærið er maður alveg tilbúinn í það."

Ögmundur býst við hörkustemningu í Tyrklandi og segir gaman að spila í slíku andrúmslofti.

„Það verður víst einhver stemning á pöllunum er manni sagt. Það er bara gaman, það er alltaf gaman að spila þegar það er góð stemning. Maður er aðeins orðinn vanur þessu úr Stokkhólms-derbíunum," sagði Ögmundur.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner