Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   mán 12. október 2015 13:50
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Ögmundur: Ekki svona sem maður vill fá tækifærið
Icelandair
Ögmundur á landsliðsæfingu í Konya í dag.
Ögmundur á landsliðsæfingu í Konya í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson gæti átt von á því að standa á milli stanganna þegar Ísland heimsækir Tyrkland í lokaumferð undankeppni EM 2016 í Konya annað kvöld.

Þessi fyrrum markvörður Fram hefur verið að gera frábæra hluti með Hammarby í Svíþjóð undanfarin misseri og mætir fullur sjálfstrausts til Tyrklands.

„Það er búið að ganga mjög vel í Svíþjóð frá fyrsta leik og það er búinn að vera mikill stígandi í liðinu upp á síðkastið, þannig maður er með sjálfstraustið í botni," sagði Ögmundur við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

„Ég vissi alveg að ég gæti staðið í markinu og staðið mig vel, það var ekkert sem ég hafði áhyggjur af. En vissulega var búið að ganga aðeins illa hjá liðinu og smá hætta á að það yrði einhver fallbarátta, en við erum búnir að losa okkur við hana."

Ögmundur er nokkuð líklegur til að byrja í markinu í fjarveru Hannesar Þórs Halldórssonar aðalmarkvarðar, sem fór ekki með til Tyrklands vegna meiðsla. Hann segist vera klár í slaginn ef kallið kemur.

„Maður er alltaf klár, hvort sem maður sé á bekknum eða ekki. Hvort sem Hannes eða einhver annar sé hérna, þá verður maður alltaf að vera klár. Hvort maður byrji eða ekki, maður verður alltaf að vera tilbúinn," sagði Ögmundur.

„Það er alltaf leiðinlegt að horfa á vin sinn meiða sig, það var mjög leiðinlegt að sjá það og ekki þannig sem maður vill fá tækifærið. En að sjálfsögðu, ef maður fær tækifærið er maður alveg tilbúinn í það."

Ögmundur býst við hörkustemningu í Tyrklandi og segir gaman að spila í slíku andrúmslofti.

„Það verður víst einhver stemning á pöllunum er manni sagt. Það er bara gaman, það er alltaf gaman að spila þegar það er góð stemning. Maður er aðeins orðinn vanur þessu úr Stokkhólms-derbíunum," sagði Ögmundur.



Athugasemdir
banner
banner