Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
banner
   mán 12. október 2015 13:50
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Ögmundur: Ekki svona sem maður vill fá tækifærið
Icelandair
Ögmundur á landsliðsæfingu í Konya í dag.
Ögmundur á landsliðsæfingu í Konya í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson gæti átt von á því að standa á milli stanganna þegar Ísland heimsækir Tyrkland í lokaumferð undankeppni EM 2016 í Konya annað kvöld.

Þessi fyrrum markvörður Fram hefur verið að gera frábæra hluti með Hammarby í Svíþjóð undanfarin misseri og mætir fullur sjálfstrausts til Tyrklands.

„Það er búið að ganga mjög vel í Svíþjóð frá fyrsta leik og það er búinn að vera mikill stígandi í liðinu upp á síðkastið, þannig maður er með sjálfstraustið í botni," sagði Ögmundur við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

„Ég vissi alveg að ég gæti staðið í markinu og staðið mig vel, það var ekkert sem ég hafði áhyggjur af. En vissulega var búið að ganga aðeins illa hjá liðinu og smá hætta á að það yrði einhver fallbarátta, en við erum búnir að losa okkur við hana."

Ögmundur er nokkuð líklegur til að byrja í markinu í fjarveru Hannesar Þórs Halldórssonar aðalmarkvarðar, sem fór ekki með til Tyrklands vegna meiðsla. Hann segist vera klár í slaginn ef kallið kemur.

„Maður er alltaf klár, hvort sem maður sé á bekknum eða ekki. Hvort sem Hannes eða einhver annar sé hérna, þá verður maður alltaf að vera klár. Hvort maður byrji eða ekki, maður verður alltaf að vera tilbúinn," sagði Ögmundur.

„Það er alltaf leiðinlegt að horfa á vin sinn meiða sig, það var mjög leiðinlegt að sjá það og ekki þannig sem maður vill fá tækifærið. En að sjálfsögðu, ef maður fær tækifærið er maður alveg tilbúinn í það."

Ögmundur býst við hörkustemningu í Tyrklandi og segir gaman að spila í slíku andrúmslofti.

„Það verður víst einhver stemning á pöllunum er manni sagt. Það er bara gaman, það er alltaf gaman að spila þegar það er góð stemning. Maður er aðeins orðinn vanur þessu úr Stokkhólms-derbíunum," sagði Ögmundur.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner