Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mán 12. október 2015 13:50
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Ögmundur: Ekki svona sem maður vill fá tækifærið
Icelandair
Ögmundur á landsliðsæfingu í Konya í dag.
Ögmundur á landsliðsæfingu í Konya í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson gæti átt von á því að standa á milli stanganna þegar Ísland heimsækir Tyrkland í lokaumferð undankeppni EM 2016 í Konya annað kvöld.

Þessi fyrrum markvörður Fram hefur verið að gera frábæra hluti með Hammarby í Svíþjóð undanfarin misseri og mætir fullur sjálfstrausts til Tyrklands.

„Það er búið að ganga mjög vel í Svíþjóð frá fyrsta leik og það er búinn að vera mikill stígandi í liðinu upp á síðkastið, þannig maður er með sjálfstraustið í botni," sagði Ögmundur við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

„Ég vissi alveg að ég gæti staðið í markinu og staðið mig vel, það var ekkert sem ég hafði áhyggjur af. En vissulega var búið að ganga aðeins illa hjá liðinu og smá hætta á að það yrði einhver fallbarátta, en við erum búnir að losa okkur við hana."

Ögmundur er nokkuð líklegur til að byrja í markinu í fjarveru Hannesar Þórs Halldórssonar aðalmarkvarðar, sem fór ekki með til Tyrklands vegna meiðsla. Hann segist vera klár í slaginn ef kallið kemur.

„Maður er alltaf klár, hvort sem maður sé á bekknum eða ekki. Hvort sem Hannes eða einhver annar sé hérna, þá verður maður alltaf að vera klár. Hvort maður byrji eða ekki, maður verður alltaf að vera tilbúinn," sagði Ögmundur.

„Það er alltaf leiðinlegt að horfa á vin sinn meiða sig, það var mjög leiðinlegt að sjá það og ekki þannig sem maður vill fá tækifærið. En að sjálfsögðu, ef maður fær tækifærið er maður alveg tilbúinn í það."

Ögmundur býst við hörkustemningu í Tyrklandi og segir gaman að spila í slíku andrúmslofti.

„Það verður víst einhver stemning á pöllunum er manni sagt. Það er bara gaman, það er alltaf gaman að spila þegar það er góð stemning. Maður er aðeins orðinn vanur þessu úr Stokkhólms-derbíunum," sagði Ögmundur.



Athugasemdir
banner
banner