Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
   mán 12. október 2015 19:30
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Telur ólíklegt að Ísland muni gera sitt allra besta
Icelandair
Jongkind er ekki bjartsýnn fyrir hönd Hollands.
Jongkind er ekki bjartsýnn fyrir hönd Hollands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu Íslands í morgun.
Frá æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski sjónvarpsmaðurinn Kees Jongkind er mættur til Tyrklands til að fylgjast með leik heimamanna gegn Íslandi í undankeppni EM 2016 annað kvöld.

Jongkind og samlandar hans þurfa á hjálp Íslands að halda ef Holland á að komast í umspil um sæti á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar, en til að Hollendingar geti náð 3. sætinu þarf Ísland að sigra í Konya.

„Ég er hér til að ganga úr skugga um að þið gerið ykkar besta gegn tyrkneska liðinu. Ef Ísland vinnur og Holland vinnur, þá fer Holland í umspilið og Tyrkland ekki. En ef þið gerið jafntefli eða tapið, þá er Holland úr leik," sagði Jongkind í spjalli við Fótbolta.net fyrir blaðamannafund Tyrklands í dag.

„Ég er ekki taugaóstyrkur. Það er frekar skrýtið að Holland sé í 4. sæti þessa riðils en það er allt út af því að þeir spila illa. Ef þú spilar illa áttu ekkert skilið. Við bjuggumst ekki við því að tapa báðum leikjunum gegn Íslandi en þið unnuð og áttuð það skilið, það er flott hjá ykkur."

Tékkar sögðust líka ætla að gera sitt besta
Jongkind býst við erfiðum leik fyrir Íslands hönd. Á blaðamannafundi Heimis Hallgrímssonar og Arons Einars Gunnarssonar spurði hann hvort að hann gæti raunverulega treyst því að Ísland myndi gera sitt besta í keppninni.

Þó svo að Aron Einar og Heimir hafi báðir sagt að Ísland muni gefa allt i leikinn er Jongkind ekki sannfærður.

„Þetta verður mjög erfiður leikur. Þið hafið gert kraftaverk í þessum riðli þannig þið eigið tækifæri. En ef þú spyrð mig hvort Holland sé að fara í umspilið, þá hef ég ekki trú á því," sagði hann.

„Örlög okkar eru í ykkar höndum og ég þarf að ýta aðeins á eftir ykkur. Ég var í Prag síðasta laugardag og Tékkland var að mæta Tyrklandi eins og þið gerið núna. Ég spurði þjálfara Tékklands og leikmenn sömu spurninga: Ætlið þið að gera ykkar besta? Þeir sögðust auðvitað ætla að gera það því þeir vildu enda á toppi riðilsins fyrir ofan Ísland, en svo spiluðu þeir mjög illa."

„Þannig þið getið sagt að þið ætlið að gera ykkar besta, en ef þið hafið ekki að neinu að keppa getur það orðið mjög erfitt. Þess vegna spurði ég hvort að Ísland ætlaði að gera sitt besta. Fyrirliðinn sagði að liðið ætlaði að leggja allt í þetta og vildi vinna og ég verð að trúa því."

Heimir Hallgrímsson var ekki hrifinn af spurningu Jongkind og sagði að Ísland ætlaði sér sigur fyrir sjálfa sig, ekki Hollendinga.

„Ég sá svipinn á honum og hann hefur auðvitað rétt fyrir sér. En ég hef mín markmið svo ég varð að spyrja þessarar spurningar. En ef hann stendur sig vel fyrir Ísland er það gott fyrir Holland líka, þannig að gangi ykkur vel!
Athugasemdir
banner