Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   mán 12. október 2015 13:10
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Lagerback: Hef ekki séð annað eins síðan í Króatíu
Icelandair
Lars Lagerback á æfingu landsliðsins í dag.
Lars Lagerback á æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við blaðamenn á hóteli landsliðsins í Konya fyrir leikinn gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 annað kvöld.

Leikurinn gegn Tyrklandi er sá síðasti í undankeppninni og Ísland hefur þegar tryggt sér þátttökuréttinn í Frakklandi. Lagerback er samt sem áður staðráðinn í að ná í sigur þó hann búist við öðruvísi leik en í Laugardalnum, þar sem Ísland vann 3-0.

„Þegar það eru svona tvíhöfðar og bara tveir dagar á milli, þá er það alltaf erfitt. En þetta er eins fyrir bæði lið þó að okkar flug hafi verið miklu lengra. En Tyrkland hefur spilað vel í undanförnum leikjum þannig að þetta verður áhugavert," sagði Lagerback við íslenska blaðamenn.

„Þeir voru svolítið opnir varnarlega í fyrri leiknum í Reykjavík og þeir hafa skipt um leikmenn og skipulagt vörnina vel. Það verður erfitt að skora gegn þeim og brjóta þá niður."

Mönnum leið of vel
Lagerback segir þjálfarateymið hafa rennt yfir það sem fór úrskeiðis í seinni hálfleik gegn Lettlandi á dögunum, en Ísland leiddi 2-0 í leikhléi og missti unninn leik niður í 2-2 jafntefli.

„Við skoðuðum þetta vel í fluginu og munum fara yfir það með leikmönnunum í kvöld. Við misstum alveg taktinn í seinni hálfleik og það er mjög erfitt að útskýra af hverju. Það eina sem mér dettur í hug er að við erum nú þegar komnir í úrslitakeppnina og vorum 2-0 yfir í hálfleik, þá hlýtur þetta að vera eitthvað andlegt þó við höfum talað um að halda hreinu," sagði Lagerback.

„Ég held að þetta hafi ekki verið viljandi en þetta er týpískt í fótboltaleik, mönnum líður vel og allir vilja skora, við vorum ekki í góðri stöðu sóknarlega og varnarlega. Ég hef ekki séð svona spilamennsku hjá okkur síðan í seinni hálfleik gegn Króatíu, þetta var ekki venjulega íslenska landsliðið."

Búast má við hörkustemningu á Torku Arena í Konya annað kvöld þegar rúmlega 42.000 Tyrkir mæta og styðja sitt lið. Lagerback telur þó að andrúmsloftið muni ekki ná til leikmanna.

„Ég held nú ekki, við höfum mætt á útivelli þar sem það eru mikil læti og menn styðja sín lið á mismunandi hátt. Þetta virðist ekki trufla strákana svo ég held að þetta verði ekki vandamál," sagði Lagerback.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner