Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mán 12. október 2015 13:10
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Lagerback: Hef ekki séð annað eins síðan í Króatíu
Icelandair
Lars Lagerback á æfingu landsliðsins í dag.
Lars Lagerback á æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við blaðamenn á hóteli landsliðsins í Konya fyrir leikinn gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 annað kvöld.

Leikurinn gegn Tyrklandi er sá síðasti í undankeppninni og Ísland hefur þegar tryggt sér þátttökuréttinn í Frakklandi. Lagerback er samt sem áður staðráðinn í að ná í sigur þó hann búist við öðruvísi leik en í Laugardalnum, þar sem Ísland vann 3-0.

„Þegar það eru svona tvíhöfðar og bara tveir dagar á milli, þá er það alltaf erfitt. En þetta er eins fyrir bæði lið þó að okkar flug hafi verið miklu lengra. En Tyrkland hefur spilað vel í undanförnum leikjum þannig að þetta verður áhugavert," sagði Lagerback við íslenska blaðamenn.

„Þeir voru svolítið opnir varnarlega í fyrri leiknum í Reykjavík og þeir hafa skipt um leikmenn og skipulagt vörnina vel. Það verður erfitt að skora gegn þeim og brjóta þá niður."

Mönnum leið of vel
Lagerback segir þjálfarateymið hafa rennt yfir það sem fór úrskeiðis í seinni hálfleik gegn Lettlandi á dögunum, en Ísland leiddi 2-0 í leikhléi og missti unninn leik niður í 2-2 jafntefli.

„Við skoðuðum þetta vel í fluginu og munum fara yfir það með leikmönnunum í kvöld. Við misstum alveg taktinn í seinni hálfleik og það er mjög erfitt að útskýra af hverju. Það eina sem mér dettur í hug er að við erum nú þegar komnir í úrslitakeppnina og vorum 2-0 yfir í hálfleik, þá hlýtur þetta að vera eitthvað andlegt þó við höfum talað um að halda hreinu," sagði Lagerback.

„Ég held að þetta hafi ekki verið viljandi en þetta er týpískt í fótboltaleik, mönnum líður vel og allir vilja skora, við vorum ekki í góðri stöðu sóknarlega og varnarlega. Ég hef ekki séð svona spilamennsku hjá okkur síðan í seinni hálfleik gegn Króatíu, þetta var ekki venjulega íslenska landsliðið."

Búast má við hörkustemningu á Torku Arena í Konya annað kvöld þegar rúmlega 42.000 Tyrkir mæta og styðja sitt lið. Lagerback telur þó að andrúmsloftið muni ekki ná til leikmanna.

„Ég held nú ekki, við höfum mætt á útivelli þar sem það eru mikil læti og menn styðja sín lið á mismunandi hátt. Þetta virðist ekki trufla strákana svo ég held að þetta verði ekki vandamál," sagði Lagerback.





Athugasemdir
banner