Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
   mán 12. október 2015 13:10
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Lagerback: Hef ekki séð annað eins síðan í Króatíu
Icelandair
Lars Lagerback á æfingu landsliðsins í dag.
Lars Lagerback á æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við blaðamenn á hóteli landsliðsins í Konya fyrir leikinn gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 annað kvöld.

Leikurinn gegn Tyrklandi er sá síðasti í undankeppninni og Ísland hefur þegar tryggt sér þátttökuréttinn í Frakklandi. Lagerback er samt sem áður staðráðinn í að ná í sigur þó hann búist við öðruvísi leik en í Laugardalnum, þar sem Ísland vann 3-0.

„Þegar það eru svona tvíhöfðar og bara tveir dagar á milli, þá er það alltaf erfitt. En þetta er eins fyrir bæði lið þó að okkar flug hafi verið miklu lengra. En Tyrkland hefur spilað vel í undanförnum leikjum þannig að þetta verður áhugavert," sagði Lagerback við íslenska blaðamenn.

„Þeir voru svolítið opnir varnarlega í fyrri leiknum í Reykjavík og þeir hafa skipt um leikmenn og skipulagt vörnina vel. Það verður erfitt að skora gegn þeim og brjóta þá niður."

Mönnum leið of vel
Lagerback segir þjálfarateymið hafa rennt yfir það sem fór úrskeiðis í seinni hálfleik gegn Lettlandi á dögunum, en Ísland leiddi 2-0 í leikhléi og missti unninn leik niður í 2-2 jafntefli.

„Við skoðuðum þetta vel í fluginu og munum fara yfir það með leikmönnunum í kvöld. Við misstum alveg taktinn í seinni hálfleik og það er mjög erfitt að útskýra af hverju. Það eina sem mér dettur í hug er að við erum nú þegar komnir í úrslitakeppnina og vorum 2-0 yfir í hálfleik, þá hlýtur þetta að vera eitthvað andlegt þó við höfum talað um að halda hreinu," sagði Lagerback.

„Ég held að þetta hafi ekki verið viljandi en þetta er týpískt í fótboltaleik, mönnum líður vel og allir vilja skora, við vorum ekki í góðri stöðu sóknarlega og varnarlega. Ég hef ekki séð svona spilamennsku hjá okkur síðan í seinni hálfleik gegn Króatíu, þetta var ekki venjulega íslenska landsliðið."

Búast má við hörkustemningu á Torku Arena í Konya annað kvöld þegar rúmlega 42.000 Tyrkir mæta og styðja sitt lið. Lagerback telur þó að andrúmsloftið muni ekki ná til leikmanna.

„Ég held nú ekki, við höfum mætt á útivelli þar sem það eru mikil læti og menn styðja sín lið á mismunandi hátt. Þetta virðist ekki trufla strákana svo ég held að þetta verði ekki vandamál," sagði Lagerback.





Athugasemdir
banner