Tyrkland og Ísland mætast í lokaumferð undankeppni EM 2016 klukkan 18:45 að íslenskum tíma, eða eftir tæpan hálftíma.
Leikurinn fer fram á hinum glæsilega Torku Arena í Konya, sem tekur um 42.000 manns í sæti.
Stemningin á leikvangnum er hreinlega mögnuð þó enn sé talsvert í leikinn. Áhorfendur trylltust þegar tyrkneska liðið kom út að hita upp en að sama skapi var baulað vel á það íslenska. Tyrkneskir stuðningsmenn eru þekktir fyrir að búa til mikil læti og ætla að standa við það í kvöld.
Leikurinn fer fram á hinum glæsilega Torku Arena í Konya, sem tekur um 42.000 manns í sæti.
Stemningin á leikvangnum er hreinlega mögnuð þó enn sé talsvert í leikinn. Áhorfendur trylltust þegar tyrkneska liðið kom út að hita upp en að sama skapi var baulað vel á það íslenska. Tyrkneskir stuðningsmenn eru þekktir fyrir að búa til mikil læti og ætla að standa við það í kvöld.
Hér að ofan má sjá myndband sem hjálpar fólkinu heima að gera sér í hugarlund stemninguna í Konya, þó erfitt sé að fanga hana almennilega á myndband. Hávaðinn eykst með hverri mínútunni.
Athugasemdir