Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. desember 2014 11:40
Magnús Már Einarsson
Gervinho: Wenger hafði aldrei trú á mér
Gervinho hefur gert fína hluti með Roma.
Gervinho hefur gert fína hluti með Roma.
Mynd: Getty Images
,,Wenger hafði aldrei trú á mér," segir Gervinho framherij Roma um tíma sinn hjá Arsenal.

Hinn 27 ára gamli Gervinho fór til Roma í fyrra eftir tvö ár hjá Arsenal en honum hefur vegnað mun betur hjá ítalska félaginu.

,,Rudi Garcia (þjálfari Roma) gerir ekki upp á milli þeirra sem spila og þeirra sem eru ekki að spila. Það er mikilvægt fyrir leikmenn. Hann talar ekki meira við þig ef þú ert að spila heldur en þegar þú ert ekki að spila."

,,Það eru ekki bara 11 leikmenn í hans augum heldur 25 leikmenn. Allir fá sömu meðhöndlun."


Hinn 27 ára gamli Gervinho sér þó ekki eftir að hafa spilað með Arsenal í tvö tímabil. ,,Mig dreymdi um að spila með þeim og ég hef elskað félagið síðan ég var barn. Ég er ekki reiður út í Arsenal út af því hvernig Wenger meðhöndlaði mig."

,,Eini pirringurinn hjá mér er að hafa farið svona fljótt frá Arsenal. Ég fór frá félagi sem ég elska án þess að sýna hversu góður ég er. Ég er ánægður með að hafa farið þangað til að vinna með Wenger en ég bjóst aldrei við að fara strax eftir tvö tímabil."

Athugasemdir
banner
banner
banner