Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   lau 27. apríl 2024 07:35
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upphitunarþáttur Lengjudeildarinnar á X977 í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er í beinni á X977 alla laugardaga milli 12 og 14. Elvar Geir og Benedikt Bóas stýra þættinum í dag.

Lengjudeildin fer af stað á miðvikudaginn og verður hún aðalmálið í þættinum. Baldvin Már Borgarssn, sérfræðingur um deildina, mætir í hljóðver. Hann velur úrvalslið deildarinnar og spáir í spilin.

Í þættinum verður opinberað hvaða liði er spáð sigri í deildinni af þjálfurum og fyrirliðum, og hvaða liðum er spáð í úrslitakeppnina.

Einnig verður farið yfir bikarleiki vikunnar og hitað upp fyrir fjórðu umferð Bestu deildarinnar.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner