Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. desember 2017 21:49
Ívan Guðjón Baldursson
Bose mótið: KR endar í 5. sæti - FH tókst ekki að skora
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
KR 2 - 0 FH
1-0 Óskar Örn Hauksson ('28)
2-0 Skúli Jón Friðgeirsson ('57)
Rautt spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH '70)

Það var KR sem endaði í fimmta sæti Bose mótsins en liðið vann sigur á FH í leiknum um 5. sætið í kvöld.

KR komst yfir eftir um hálftíma leik. Skúli Jón Friðgeirsson sendi þá bolta inn í teiginn, á kollinn á Óskari Erni Hauksyni sem skallaði yfir Vigni Jóhannesson markvörð FH.

Skúli Jón bætti svo öðru marki KR við eftir klukkutíma leik en þá höfðu KR ingar leikið vörn FH grátt og Skúli Jón kláraði vel.

Þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum fékk Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður FH að líta rauða spjaldið fyrr að sparka í Aron Bjarka Jósepsson sem sat í grasinu með boltann eftir brot Þórarins.

FH spilaði þrjá leiki í Bose mótinu án þess að skora mark á meðan KR vann einn, gerði eitt jafntefli og tapaði einum.
Athugasemdir
banner
banner