Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. apríl 2018 11:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fær Man Utd að spila heimaleiki á Etihad?
Powerade
Það rignir stundum á Etihad-vellinum.
Það rignir stundum á Etihad-vellinum.
Mynd: Getty Images
Framlengir Benitez við Newcastle?
Framlengir Benitez við Newcastle?
Mynd: Getty Images
Sjáum hvað slúðurblöðin hafa upp á að bjóða!



Miðjumaðurinn Ander Herrera (28) er ekki viss um að hann muni framlengja samning sinn við Manchester United. Hann samningsbundinn United til 2019. (Mundo Deportivo)

Tottenham og West Ham eru að reyna að kaupa Andre Gomes (24) miðjumann Barcelona. (Sport)

Everton vill kaupa Kamal Bafounta (16) miðjumann frá Nantes í Frakklandi. (L'Equipe)

Gareth Bale (28) var ósáttur með að vera skipta af velli í hálfleik í seinni leik Real Madrid og Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann er hins vegar ekki á því að yfirgefa Madrídarfélagið. (Mail)

West Ham hefur áhuga á Danny Drinkwater (28). Drinkwater gekk í raðir Chelsea síðasta sumar fyrir 35 milljónir punda en hefur lítið spilað. (Telegraph)

Manchester City gæti ákveðið að deila Etihad-vellinum með Manchester United ef United ákveður að fara í framkvæmdir og stækka Old Trafford. (Sun)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Chelsea og Manchester United, hafi farið fyrir því að myndbandsdómgæsla verði ekki í ensku úrvalsdeildinn næsta vetur. (Mirror)

Framtíð Arsene Wenger gæti oltið á því hvort liðið fari áfram úr einvígi sínu gegn Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. (Telegraph)

Newcastle hefur áhuga á tveimur sóknarmönnum erkifjenda sinna í Sunderland að nafni Joel Asoro (18) og Josh Maja (19). Báðir Báðir leikmenn renna út á samning næsta ári. (Mail)

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez á 12 mánuði eftir af samningi sínum hjá Newcastle. Hann gæti verið tilbúinn að framlengja samninginn. (Express)

Sam Allardyce, stjóri Everton, hefur ítrekað það að engin vandamál séu á milli hans og Wayne Rooney (32). (Mail)

FIFA skoðar það nú að breyta fyrirkomulagi heimsmeistaramóts félagaliða. Skoðað er að breyta keppninni í 31 leikja mót sem verður haldið á fjögurra ára fresti. (Reuters)
Athugasemdir
banner
banner