Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 15. nóvember 2017 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lippi: Kína á enn langt í land
Mynd: Getty Images
Marcello Lippi segir að kínverska landsliðið eigi enn langt í land í að ná stærstu fótboltaþjóðum heims að gæðum.

Kína tapaði 4-0 gegn Kólumbíu í vináttulandsleik í gær og þar áður laut liðið í lægra haldi gegn Serbíu, 2-0 í síðustu viku.

„Eftir þessa frammistöðu sjáum við að bilið er enn stórt," sagði Lippi eftir tapið gegn Kólumbíu í gær.

„Við eigum enn langt í land."

„Við viljum frekar spila gegn stærri þjóðum sem eru með betri lið. Leikir eins og þessir hjálpa okkur meira í að bæta okkar leik. Það breytir engu ef við erum alltaf að spila á móti veikari liðum."

Lippi gerði Ítalíu að heimsmeisturum árið 2006, en hann hefur verið starfandi í Kína frá árinu 2012.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner