Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 18. mars 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líkleg byrjunarlið Man City og Liverpool
Svona eru líkleg byrjunarlið.
Svona eru líkleg byrjunarlið.
Mynd: Guardian
Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er á morgun kl. 16:30 þegar Liverpool heimsækir Manchester City.

Bæði lið eru í harðri baráttu um að enda í topp fjórum og fá Meistaradeildarfótbolta á næsta tímabili.

Manchester City gæti sett Yaya Toure og Nicholas Otamendi aftur inn í sitt lið, en þeir voru báðir á bekknum í tapinu fræga gegn Mónakó í Meistardeildinni í vikunni.

City er enn án ungstirnisins Gabriel Jesus og þá er Ilkay Gundogan áfram á meiðslalistanum.

Liverpool mun skoða stöðuna með sóknarmanninn Roberto Firmino, sem missti af síðasta leik gegn Burnley vegna minniháttar meiðsla. Samkvæmt Guardian mun hann byrja.

Dejan Lovren, sem hefur verið að eiga við hnémeiðsli, spilaði fyrir U-23 ára lið Liverpool á mánudaginn og er tilbúinn í slaginn. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik frá því janúar.

Divock Origi er tæpur vegna veikinda og þá eru tvíeykið Jordan Henderson og Daniel Sturridge enn frá.

Hér á myndinni til hliðar má sjá líkleg byrjunarlið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner