Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. janúar 2015 14:30
Magnús Már Einarsson
Gomis gæti farið frá Swansea
Gomis er ekki sáttur.
Gomis er ekki sáttur.
Mynd: Getty Images
Bafetimbi Gomis er ekki ánægður með spiltíma sinn hjá Swansea á þessu tímabili.

Gomis kom til Swansea frá Lyon í fyrrasumar en hefur verið mikið á bekknum í vetur.

Wilfried Bony er núna farinn til Manchester City og því mun Gomis fá meiri ábyrgð á sínar herðar. Hann segist þrátt fyrir það íhuga að fara frá Swansea.

,,Ég þarf tíma til að hugsa málið því að það er ekki búið að virða það sem var sagt við mig," sagði Gomis og á þar við lítinn spiltíma í vetur.

,,Það hafa félög haft samband við mig. Í augnablikinu einbeiti ég mér að Swansea. Gæti ég farið? Það er mögulegt."
Athugasemdir
banner
banner