Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo útskýrir klippinguna frægu
Svona klippingu skartaði Ronaldo árið 2002.
Svona klippingu skartaði Ronaldo árið 2002.
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin hefur greint frá því hvers vegna hann skartaði einni frægustu klippingu fótboltasögunnar á HM 2002.

Ronaldo sló í gegn á mótinu árið 2002 og skoraði tvívegis í úrslitaleiknum gegn Þýskalandi er Brasilía varð heimsmeistari.

Klippingin sem Ronaldo var með á mótinu vakti mikla athygli en hann segir að það hafi verið viljandi gert, það er að segja að beina athygli fólks að klippingunni.

„Ég hafði átt við meiðsli að stríða og allir voru að tala um það," sagði Ronaldo á viðburði í Melbourne í Ástralíu.

„Ég ákvað að raka hárið og skilja lítinn hluta eftir. Ég kom á æfingu og allir sáu mig með þessa slæmu greiðslu. Allir voru að tala um hárið og gleymdu meiðslunum."

„Ég gat verið rólegri og einbeitt mér að því að æfa."

„Ég er ekki stoltur af hárgreiðslunni en þetta var góð leið til að skipta um umræðuefni."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner