Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 21. september 2015 14:30
Fótbolti.net
Bestur í 2. deild: Skoraði úr útsparki og trúði því ekki
Leikmaður 22. umferðar - Ragnar Olsen (Ægir)
Ragnar handsamar boltann í leik gegn Leikni Fáskrúðsfirði á dögunum.
Ragnar handsamar boltann í leik gegn Leikni Fáskrúðsfirði á dögunum.
Mynd: Jóhanna Kr. Hauksdóttir
Ægismenn björguðu sæti sínu á dramatískan hátt.
Ægismenn björguðu sæti sínu á dramatískan hátt.
Mynd: Ægir
Ragnar Olsen, markvörður Ægis, hjálapði liðinu að bjarga sér frá falli úr 2. deild í lokaumferðinni um helgina. Ragnar stóð vaktina vel í 4-2 sigri á Njarðvík og þá gerði hann sér lítið fyrir með því að skora með sparki yfir allan völlinn í síðari hálfleiknum en gríðarlegt rok var á leiknum.

„Ég var ekki að reyna að skora þarna," sagði Ragnar við Fótbolta.net í dag en hann sparkaði boltanum úr eigin vítateig yfir allan völlinn í byrjun síðari hálfleiks og jafnaði 1-1.

„Ég ætlaði mér að setja hann á Will, framherjann okkar). Tók svona nett Pepe Reina spark á þetta en ég er búinn að vera duglegur að æfa þau í sumar og flugið boltanum var fullkomið til að láta vindinn taka hann áfram."

Ragnar taldi að útsparkið hefið verið of langt og var ekki sáttur við útkomuna. Hann sá því ekki þegar boltinn fór alla leið í netið.

„Ég leit eitthvað undan eftir útsparkið og það næsta sem ég sé er Kiddi (Kristján Vilhjálmsson) kemur hlaupandi að mér fagnandi og ég trúði þessu ekki fyrst! En þegar ég áttaði mig á að við værum búnir að jafna leikinn þá vissi ég að við værum að fara að sigla þessum leik heim með rúmar 40 mínútur eftir."

Kristján skoraði einnig með skoti frá miðju í rokinu í Þorlákshöfn á laugardaginn en því miður náðust ekki myndbönd af mörkunum. „Því miður var leikurinn ekki tekinn upp en ég held að þetta sé í fyrsta skiptið í sumar sem heimaleikur er ekki tekinn upp."

Ægismenn voru í fallsæti fyrir lokaumferðina og þurftu sigur til að tryggja sæti sitt í 2. deild að ári.

„Það var ótrúlegur léttir og sömuleiðis ótrúlega gaman að bjarga þessu á þennan hátt. Tímabilið er búið að vera frekar mikið undir væntingum hjá okkur en samt sem áður tókst okkur að jafna stigamet félagsins."

„Við komum okkur í þessa stöðu sjálfir og við sýndum það í þessum leik að við eigum alveg heima í þessari deild. Þetta félag hefur frábært fólk í kringum sig sem er tilbúið að gera allt fyrir leikmennina og ég er gríðarlega þakklátur fyrir þau tækifæri og traust sem ég hef fengið í sumar,"
sagði Ragnar að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 6. umferð - Ben Griffiths (Tindastóll)
Bestur í 7. umferð - Halldór Logi Hilmarsson (KF)
Bestur í 8. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Paul Bodgan Nicolescu (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð - Marteinn Pétur Urbancic (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Jökull Steinn Ólafsson (KF)
Bestur í 12. umferð - Fernando Revilla Calleja (Huginn)
Bestur í 13. umferð - Viktor Daði Sævaldsson (Dalvík/Reynir)
Bestur í 14. umferð - Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn)
Bestur í 15. umferð - Ramon Torrijos Anton (Ægir)
Bestur í 16. umferð - Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Bestur í 17. umferð - Alexander Már Þorláksson (KF)
Bestur í 18. umferð - Eiður Ívarsson (Afturelding)
Bestur í 19. umferð - Garðar Már Grétarsson (Höttur)
Bestur í 20. umferð - Auðun Helgason (Sindri)
Bestur í 21. umferð - Almar Daði Jónsson (Leiknir F.)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner