Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 17. ágúst 2015 16:45
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Stór hópur af fagmönnum
Leikmaður 16. umferðar - Björn Anton Guðmundsson
Björn Anton Guðmundsson.
Björn Anton Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn átti góðan leik gegn gömlu félögunum.
Björn átti góðan leik gegn gömlu félögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR er í mikilli baráttu um sæti í 1. deild karla en á föstudag vann liðið 4-0 sigur gegn Tindastóli. Björn Anton Guðmundsson, varnarmaður ÍR, var hörkugóður á móti fyrrverandi liðsfélögum sínum í Tindastóli en hann skoraði mark, lagði upp auk þess sem hann hjálpaði sínu liði að halda hreinu.

„Sigurinn var nokkuð öruggur fyrir utan svona 20 mínútur í fyrri hálfleik þar sem þeir sóttu mikið og hefðu getað sett mark. Við hinsvegar nýttum vel tækifærin okkar í fyrri hálfleik og náðum svo að loka vel á þá í seinni hálfleik þannig þetta var sanngjarn sigur að lokum," segir Björn Anton sem er leikmaður umferðarinnar.

„Það var frekar skrítið en hinsvegar mjög skemmtilegt að spila á móti Tindastóli og sérstaklega þeim strákum sem maður hafði spilað með mjög lengi. Það skemmdi svo ekkert fyrir að skora á móti þeim sem gerði þetta extra skemmtilegt."

Hvernig kom það til að hann gekk í raðir ÍR?

„Ég fékk vinnu í Reykjavík og ákvað því að finna mér nýtt lið í kjölfarið. Ég þekkti aðeins til Magga markvarðar og fékk að mæta á æfingar hjá þeim. Það gekk vel og ég skipti yfir til ÍR sem ég sé ekkert eftir í dag enda stór hópur af fagmönnum í liðinu. Þó það sé alltaf erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið tel ég að það sé mjög gott fyrir alla að breyta til og prófa eitthvað nýtt."

„Það er mikil barátta í liðinu og svo erum við skipulagðir og vinnum vel fyrir hvorn annan. En fyrst og fremst finnst mér gríðarlega góður liðsandi einkenna liðið. Þetta er þéttur hópur af leikmönnum ásamt þjálfurunum Addó og Eið og svo má ekki gleyma Eyjó liðsstjóra," segir Björn spurður út í hvað einkennir lið ÍR.

ÍR-ingar hafa misst einn sinn helsta lykilmann, Jón Gísla Ström, sem fluttur er erlendis.

„Jón Gísli var nátturulega lykilmaður hjá okkur þannig það var slæmt að missa hann en ég held að gamla klisjan maður kemur í manns stað eigi við hérna. Við erum með fullt af góðum leikmönnum sem geta stigið upp og komið í hans stað."

„Lokaspretturinn leggst vel í mig en þetta verður mjög hörð barátta við Huginn og Leikni um sæti í 1.deild. Við eigum eftir að fara austur og spila við bæði liðin þannig þetta verður mjög krefjandi. Við þurfum samt bara að hugsa um sjálfa okkur og klára næsta leik á Dalvík sem ég býst við að verði erfiður," segir Björn Anton.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 6. umferð - Ben Griffiths (Tindastóll)
Bestur í 7. umferð - Halldór Logi Hilmarsson (KF)
Bestur í 8. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Paul Bodgan Nicolescu (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð - Marteinn Pétur Urbancic (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Jökull Steinn Ólafsson (KF)
Bestur í 12. umferð - Fernando Revilla Calleja (Huginn)
Bestur í 13. umferð - Viktor Daði Sævaldsson (Dalvík/Reynir)
Bestur í 14. umferð - Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn)
Bestur í 15. umferð - Ramon Torrijos Anton (Ægir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner