Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 11. september 2015 11:15
Elvar Geir Magnússon
Íslenski boltinn
Bestur í 2. deild: Hef eiginlega ekki æft neitt
Leikmaður 20. umferðar - Auðun Helgason (Sindri)
Auðun Helgason, spilandi þjálfari Sindra.
Auðun Helgason, spilandi þjálfari Sindra.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
„Ég hélt að maður væri búinn með þennan kafla í lífinu," segir Auðun Helgason, fyrrum landsliðsvarnarmaður Íslands sem hefur tekið skóna fram úr hillunni á ný, 41 árs gamall. Auðun þjálfar Sindra á Höfn í Hornafirði í 2. deildinni og er leikmaður 20. umferðar deildarinnar fyrir frammistöðu sína í 5-2 útisigri gegn Aftureldingu síðasta sunnudag.

„Þetta var algjörlega lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur. Við erum búnir að koma okkur í vonda stöðu og ætlum okkur úr henni," segir Auðun en Sindri er nú fjórum stigum fyrir ofan fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.

„Ég var hrikalega ánægður með liðið í þessum leik, við vorum gríðarlega þéttir varnarlega og sóttum svo hratt á mörgum mönnum og gerðum þeim erfitt fyrir. Ég tel að úrslitin hafi verið sanngjörn."

Reynsla og kunnátta frá gamalli tíð
Þetta var annar leikurinn sem Auðun spilar en hann segir að það hafi aldrei verið á stefnunni að spila í sumar.

„Það voru margir þættir þess valdandi að ég fór að spila. Við höfum verið að ströggla með sjálfstraust, spilað vel lungan af leikjunum en lítið sem ekkert fengið út úr því. Við höfum verið sjálfir okkur verstir þegar við höfum verið í góðri stöðu. Ég ákvað að láta reyna á það að spila gegn Hetti um daginn og við unnum leikinn. Ég tognaði reyndar í kálfa en ég ákvað að láta reyna aftur á þetta gegn Aftureldingu," segir Auðun.

„Það virðist hafa betri áhrif þegar ég næ að stjórna inni á vellinum. Standið á mér er kannski ágætt fyrir 2. deildina en ég hef ekki verið að æfa mikið og eiginlega ekki neitt. Reynsla og kunnátta frá gamalli tíð hafa hjálpað mér. Í liðinu er mikið af ungum strákum og margir óreyndir leikmenn sem hafa þurft að axla mikla ábyrgð. Ég finn það þegar ég kem inn þá róast mannskapurinn og spilar að eðlilegri geti."

Auglýsir eftir góðum aðstoðarmanni
Auðun er samningsbundinn út næsta tímabil en segist þurfa aðstoðarmann sér við hlið.

„Við ræddum það síðasta haust að við myndum taka stöðuna eftir tímabilið. Ég er í annarri krefjandi vinnu sem tekur mikinn tíma. Ég þarf ræða þetta við stjórnina en það gæti vel verið að ég haldi áfram. Þetta er spennandi en mig vantar góðan aðstoðarmann með mér og ég auglýsi eftir honum," segir Auðun en Sindri heimsækir Njarðvík í næst síðustu umferð á morgun.

Hjá Njarðvík mætir Auðun jafnaldra sínum og fyrrum liðsfélaga úr sigursælu liði FH, Tryggva Guðmundssyni.

„Við ætlum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik, það er annar úrslitaleikur. Njarðvík er í svipuðum málum og við, hefur fínt lið og spilað ágætlega en ekki fengið mörg stig. Ég er að hugsa um að vera í hægri bakverðinum meðan Tryggvi verður vinstra megin. Hann getur alveg eins gleymt því að spila," segir Auðun kíminn að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 6. umferð - Ben Griffiths (Tindastóll)
Bestur í 7. umferð - Halldór Logi Hilmarsson (KF)
Bestur í 8. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Paul Bodgan Nicolescu (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð - Marteinn Pétur Urbancic (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Jökull Steinn Ólafsson (KF)
Bestur í 12. umferð - Fernando Revilla Calleja (Huginn)
Bestur í 13. umferð - Viktor Daði Sævaldsson (Dalvík/Reynir)
Bestur í 14. umferð - Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn)
Bestur í 15. umferð - Ramon Torrijos Anton (Ægir)
Bestur í 16. umferð - Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Bestur í 17. umferð - Alexander Már Þorláksson (KF)
Bestur í 18. umferð - Eiður Ívarsson (Afturelding)
Bestur í 19. umferð - Garðar Már Grétarsson (Höttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner