Leikmaður 17. umferðar - Alexander Már Þorláksson (KF)
Skagamaðurinn Alexander Már Þorláksson hefur verið sjóðandi heitur með KF í síðustu leikjum í 2. deildinni en síðasta laugardag skoraði hann bæði mörk liðsins í 2-0 útisigri gegn Njarðvík. KF byrjaði tímabilið illa en hefur rétt úr kútnum og er nú í sjötta sæti.
Alexander hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar í 2. deild fyrir frammistöðu sína í Njarðvík.
„Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og stjórnuðu honum an þess að skapa sér mikið af færum. Síðan skoruðum við og vorum öflugri eftir það. Shout-Out á TG9 fyrir góðan leik, frábær leikmaður," segir Alexander en við fengum hann til að lýsa mörkunum.
„Í fyrra markinu fékk eg góðan „kross" frá hægri og skallaði boltan yfir Ómar Jó.
Í því seinna kom hár bolti frá vinstri og ég er að fara að skalla hann en þá er togað í mig og ég neyðist til að klippa hann í fjærhornið."
Alexander kom til KF í byrjun sumars á láni frá Fram.
„Ég og Jölli (Jökull Steinn Ólafsson) sáum ekki fram á nægan spilatíma hja Fram og ákváðum að fara saman á lán. Við völdum klárlega rétta liðið því hér er allt til alls, flott umgjörð, góðar æfingar og mikið af toppmönnum," segir Alexander.
„Erum vel skipulagðir, þéttir varnarlega og öflugir í skyndisóknum. Myndi segja að við værum Crystal Palace Íslands."
Alexander hefur búið á Ólafsfirði í sumar en hann er kominn með 10 mörk í deildinni og setur stefnuna á markakóngstitilinn.
„Já ég er búinn að eiga heima á Ólafsfirði síðan í maí, en er nýfluttur heim. Það var virkilega gaman, þrátt fyrir slæmt veðurfar og hafgolu frá 4-6. Stefnan er klárlega sett á markakóngstitilinn. Stuðullinn á Big Game Ása Gunn er samt svona 1,07."
Að lokum spurðum við hann um markmiðið fyrir næsta sumar, er það að festa sig í sessi hjá Fram?
„Það er alveg spennandi kostur en það kemur allt í ljós seinna," sagði sóknarmaðurinn ungi að lokum.
Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 6. umferð - Ben Griffiths (Tindastóll)
Bestur í 7. umferð - Halldór Logi Hilmarsson (KF)
Bestur í 8. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Paul Bodgan Nicolescu (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð - Marteinn Pétur Urbancic (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Jökull Steinn Ólafsson (KF)
Bestur í 12. umferð - Fernando Revilla Calleja (Huginn)
Bestur í 13. umferð - Viktor Daði Sævaldsson (Dalvík/Reynir)
Bestur í 14. umferð - Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn)
Bestur í 15. umferð - Ramon Torrijos Anton (Ægir)
Bestur í 16. umferð - Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir