Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 10. ágúst 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Lukkulegir að fá þennan
Leikmaður 15. umferðar - Ramon Torrijos Anton (Ægir)
Ramon Torrijos Anton (til hægri).  Með honum á myndinni er Skúli Bragason.
Ramon Torrijos Anton (til hægri). Með honum á myndinni er Skúli Bragason.
Mynd: Ægir
Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Ægis.
Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Ægis.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ramon Torrijos Anton er leikmaður 15. umferðar í 2. deild karla en hann var frábær á miðjunni hjá Ægi í ótrúlegum 4-3 sigri liðsins á Sindra. Anton skoraði eitt mark og lagði upp annað auk þess að stjórna umferðinni á miðjunni.

„Hann var frábær í síðari hálfleik eins og margir aðrir," sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Ægis við Fótbolta.net í dag. Ægismenn komu til baka í leiknum á laugardag eftir að hafa verið 3-0 undir eftir hálftíma.

„Við áttum fyrstu tíu mínúturnar en síðan gerðist ekki neitt í hálftíma. Við lentum 3-0 undir en Will (Daniels) náði að skora gott mark úr aukaspyrnu og gerðum þetta aftur að leik. Það var bara eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og þetta var heldur betur gott comeback," sagði Alfreð en hvað sagði hann í hálfleik?

„Það þarf ekki að öskra eitt né neitt á svona gæa. Þeir vissu upp á sig sökina og náðu að sýna í síðari hálfleik hversu megnugir þeir eru."

Ægismenn jöfnuðu fljótlega í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Milan Djurovic skoraði sigurmarkið nokkrum mínútum fyrir leikslok.

„Sigurmarkið var af dýrari gerðinni. Hann fékk boltann á miðjunni og tók 1-2 snertingar áður en hann skaut yfir markmanninn. Hann tók Cantona fagn á þetta og horfði bara upp í stúku. Það voru mikil fagnaðarlæti enda var þetta gríðarlegur mikilvægur sigur."

Anton, sem átti stórleik á laugardag. kom til Þorlákshafnar frá Spáni í síðasta mánuði.

„Við létum Uchenna Michael Onyeador fara og vorum svo lukkulegir að fá þennan í staðinn. Hann er búinn að spila þrjá leiki með okkur og verður bara betri og betri. Hann er góður á boltann og passar vel með Will Daniels sem er frammi."

Ægismenn eru eftir sigurinn á Sindra áfram í næstneðsta sæti en botnbaráttan er jöfn og einungis tvö stig eru uppi í sjöunda sætið.

„Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt í sumar en við vitum hvað við getum og við ætlum að spýta í lófana. Við hefðum verið í mjög vondum málum ef við hefðum tapað um helgina en þetta er allt í okkar höndum núna," sagði Alfreð.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 6. umferð - Ben Griffiths (Tindastóll)
Bestur í 7. umferð - Halldór Logi Hilmarsson (KF)
Bestur í 8. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Paul Bodgan Nicolescu (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð - Marteinn Pétur Urbancic (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Jökull Steinn Ólafsson (KF)
Bestur í 12. umferð - Fernando Revilla Calleja (Huginn)
Bestur í 13. umferð - Viktor Daði Sævaldsson (Dalvík/Reynir)
Bestur í 14. umferð - Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn)
Athugasemdir
banner
banner