Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 29. júní 2015 18:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Ekkert unnið ennþá
Leikmaður 8. umferðar - Jón Gísli Ström (ÍR)
Jón Gísli Ström.
Jón Gísli Ström.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það er alltaf gaman að vinna og auðvitað gerir það ennþá sætara að landa góðum sigri í toppslagnum en það er nóg eftir af mótinu og fullt af stigum í boði," sagði Jón Gísli Ström leikmaður ÍR við Fótbolta.net í dag.

Jón Gísli skoraði bæði mörk ÍR í 2-1 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði í toppslag í 2. deildinni um helgina en hann er leikmaður umferðarinnar.

ÍR-ingar hafa verið á miklu skriði í sumar en þeir hafa unnið sjö af átta fyrstu leikjum sínum.

„Okkur er búið að ganga vel það sem af er og erum hriklega ánægðir með þessa byrjun. En það er ekkert unnið ennþá og við erum vel meðvitaðir um það. Við þurfum að leggja okkur alla fram í alla leiki og reynum að byggja ofan á þessari byrjun og bæta okkur en frekar."

Jón Gísli hefur verið í toppbaráttunni með ÍR undanfarin tvö ár en í bæði skiptin hefur vantað hársbreidd til að komast upp.

„Þetta er þriðja árið þar sem Addó er með okkur og annað árið með Eið Ottó sem aðstoðarþjálfara. Þannnig við þekkjum allir hvorn annan orðið mjög vel og vitum styrkleika hvors annars."

„Helsti munurinn er sá að við settum og skýr markmið strax eftir síðasta tímabil þegar við vorum nálægt að komast upp um deild, og byrjuðum strax að æfa vel og vinna í hlutum sem þurftu að laga. Allt skipulag, pressa og agi er orðinn mun betri, einnig æfðum við mikið með styrk í vetur hjá Hövélinni sem ég tel einnig vera mikilvægur."


ÍR-ingar eru með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar en Jón Gísli reiknar með að fleiri lið blandi sér í toppbaráttuna.

„Leiknir F. eru með flott lið og það er erftitt fyrir lið að sækja stig á þeirra heimavöll. Einnig tel ég að Afturelding blandi sér í þetta, þeir eru með hrikalega flottan þjálfara og flott lið. Þannig þetta verða örugglega Leiknir F. Afturelding og Huginn sem eiga eftir að blanda sér vel inn í toppbaráttuna með okkur."

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 6. umferð - Ben Griffiths (Tindastóll)
Bestur í 7. umferð - Halldór Logi Hilmarsson (KF)
Athugasemdir
banner
banner
banner