Leikmaður 21. umferðar - Almar Daði Jónsson (Leiknir F.)
Miðjumaðurinn Almar Daði Jónsson átti stórleik þegar Leiknir Fáskrúðsfirði vann 6-1 sigur gegn Ægi í 2. deildinni um síðustu helgi. Leikurinn verður lengi í minnum hafður hjá Leiknismönnum sem tryggðu sér sæti í 1. deild með sigrinum. Almar skoraði tvö marka liðsins í leiknum.
„Það er alltaf gaman að skora, hvað þá í svona mikilvægum leik. En það sem skipti máli voru þrjú stigin og ekki var verra að fara upp í 1. deild í leiðinni," segir Almar sem hefur verið valinn besti leikmaður 21. umferðar. Almar segir að þrátt fyrir lokatölurnar hafi þetta ekki verið gönguferð í garðinu.
„Nei alls ekki, það var jafnræði með liðunum fyrstu þrjátíu en eftir það fannst mér við taka öll völd á vellinum. Einnig misstu þeir mann af velli í hálfleiknum með rautt spjald. Þá var bara spurning hversu stór sigur þetta yrði."
Tímabilið hefur verið draumi líkast fyrir Fáskrúðsfirðinga.
„Þetta hefur verið skemmtilegasta fótboltasumar sem ég hef upplifað. Allt í kringum félagið hefur verið 100%, æfingarnar og undirbúningurinn fyrir og eftir leiki. Og ekki má gleyma strákunum sem eru búnir að vera alveg frábærir," segir Almar en hvernig var 1. deildarsætinu fagnað?
„Við tókum 10 mínútna sturlun í klefanum eftir þetta. En síðan hittist liðið á L’abri og þar fögnuðum við þessu enn meira. Ég undra mig á því að ekki var kvartað undan látum þar sem Björgvin “Captain” fór fremstur í flokki og stýrði hópsöng á meðan hótelgestir reyndu sofa. Meira verður ekki sagt um þetta kvöld."
Almar segir það mjög stórt fyrir 700 manna bæjarfélag að afreka það að komast upp í B-deildina.
„Það er gaman að finna hvað samfélagið stendur þétt við bakið á okkur, jafnvel sótt leiki landshorna á milli. Þakka ég kærlega fyrir stuðningin í sumar, hann var ómetanlegur. Það er oft talað um að stökkið á milli 1. og 2. deildar sé það stærsta þannig að við þurfum að leggja mikla vinnu á okkur ef við ætlum að festa okkur sem 1. deildar lið."
Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 6. umferð - Ben Griffiths (Tindastóll)
Bestur í 7. umferð - Halldór Logi Hilmarsson (KF)
Bestur í 8. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Paul Bodgan Nicolescu (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð - Marteinn Pétur Urbancic (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Jökull Steinn Ólafsson (KF)
Bestur í 12. umferð - Fernando Revilla Calleja (Huginn)
Bestur í 13. umferð - Viktor Daði Sævaldsson (Dalvík/Reynir)
Bestur í 14. umferð - Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn)
Bestur í 15. umferð - Ramon Torrijos Anton (Ægir)
Bestur í 16. umferð - Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Bestur í 17. umferð - Alexander Már Þorláksson (KF)
Bestur í 18. umferð - Eiður Ívarsson (Afturelding)
Bestur í 19. umferð - Garðar Már Grétarsson (Höttur)
Bestur í 20. umferð - Auðun Helgason (Sindri)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir