Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 12. maí 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Florida strákarnir og Spánverjinn röfluðu
Davíð Guðlaugsson.
Davíð Guðlaugsson.
Mynd: Njarðvík
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er mjög ánægður með sjálfan mig og allt liðið," sagði Davíð Guðlaugsson leikmaður 1. umferðar í 2. deild karla.

Davíð var öflugur í vörn Njarðvíkinga í 1-0 útisigri á Hetti á laugardaginn.

„Við vorum mættir til að berjast fyrir hvorn annan og þurftum að vera tilbúnir í átök þar sem að lið Hattar býr yfir virkilega stórum og sterkum leikmönnum."

Leikurinn fór fram í frosti á gervigrasinu í Fellabæ. „Það var svo sem ekkert rosalega erfitt, það voru aðallega Florida strákarnir og Spánverjinn sem röfluðu yfir þessu."

Guðmundur Steinarsson þjálfar Njarðvík en Ómar Jóhannsson er honum til aðstoðar. Þeir léku báðir um árabil með Keflvíkingum áður en þeir tóku við þjálfun Njarðvíkur í fyrra.

„Gummi er mjög fínn þjálfari svo er Ómar ekkert verri þó svo að hann sé markmaður. Fyrsta árið þeirra var kannski svolítið strembið en þeir hafa báðir bætt sig frá því í fyrra og lært heilmikið af seinasta tímabili."

Njarðvíkingar voru í fallbaráttu í 2. eildinni í fyrra en björguðu sér frá falli í lokaumferðinni. Stefnan er sett hærra hjá liðnu í ár.

„Stemningin í liðinu er rosalega góð. Við fórum í virkilega góða æfingarferð í vetur sem skilaði heilmiklu fyrir liðið."

„Við settum okkur ekki nein sérstök markmið en það eru bara tvö sæti í þessari deild sem gefa einhvað þannig að ég sé ekki af hverju við ættum ekki að stefna á þau," sagði Davíð að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner