Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 22. maí 2018 13:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðsfélagi Harðar úrskurðaður í sex leikja bann
Famara Diedhiou.
Famara Diedhiou.
Mynd: Getty Images
Famara Diedhiou, sóknarmaður Bristol City sem leikur í ensku Championship-deildinni, hefur verið dæmdur í sex leikja bann fyrir að hrækja á andstæðing.

Þessi senegalski landsliðsmaður var fundinn sekur um að hrækja á leikmann Birmingham í leik liðanna þann 10. apríl síðastliðinn. Diedhiou hafði neitað sök í málinu, en eftir að aganefnd skoðaði málið hefur hann verið dæmdur í bann.

Hinn 25 ára gamli Diedhiou gekk í raðir Bristol frá Angers í Frakklandi síðasta sumar og varð þar með dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hann skoraði 13 mörk í Championship-deildinni á jómfrúartímabili sínu, en hann verður í banni í fyrstu sex leikjum næsta tímabils.

Bristol City hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið lýsir yfir óánægju sinni með bannið. Félagið stendur þétt við bakið á sóknarmanninum.

Hörður Björgvin Magnússon er á mála hjá Bristol City ásamt Diedhiou.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner