Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. nóvember 2014 11:41
Elvar Geir Magnússon
Siggi Raggi til starfa hjá ástralska sambandinu?
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Sigurður Ragnar Eyjólfsson að skoða aðstæður og ræða við ástralska knattspyrnusambandið sem hefur áhuga á að ráða hann í starf sem tæknilegan ráðgjafa.

Sigurður er í viðræðum við erlent knattspyrnusamband en hefur ekki viljað gefa upp hvaða samband er um að ræða en samkvæmt okkar heimildum er það ástralska sambandið.

Rúnar Kristinsson vill fá Sigurð sem aðstoðarmann hjá Lilleström í Noregi. Sigurður mun ákveða sig á næstu dögum.

„Þetta er mjög erfið ákvörðun og núna þarf ég að velja á milli," sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net nýlega.

Hann stýrði ÍBV í sumar en þar á undan gat hann sér gott orð sem fræðslustjóri KSÍ og þjálfari kvennalandsliðsins.
Athugasemdir
banner