Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. mars 2017 19:00
Kristófer Kristjánsson
Jermaine Defoe: Gott að vera kominn aftur
Jermaine Defoe fagnar hér sínu fyrsta landsliðsmarki í fjögur ár
Jermaine Defoe fagnar hér sínu fyrsta landsliðsmarki í fjögur ár
Mynd: Getty Images
Jermaine Defoe skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í fjögur ár er England vann Litháen á Wembley í dag, 2-0.

Með sigrinum eru Englendingar efstir í F riðli og virðist vera fátt sem getur komið í veg fyrir að enskir spili á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi á næsta ári.

Defoe var að vonum kátur í viðtali við blaðamenn eftir leikinn.

„Það er gott að vera kominn aftur en aðal atriðið var að vinna leikinn og við gerðum það, sagði hann við ITV Sport.

„Núna þarf ég að fara aftur til Sunderland og sjá til þess að við endum tímabilið vel þar og svo geri ég bara það sem ég geri alltaf; legg hart að mér og svo sjáum við til hvað gerist," bætti hann við þegar blaðamaður spurði hvort hann væri bjartsýnn á að vera valinn í næsta landsliðshóp.
Athugasemdir
banner
banner
banner