Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. maí 2016 19:24
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Stjörnunnar og Víkings Ó.: Hörður í markinu
Hörður Fannar Björgvinsson.
Hörður Fannar Björgvinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tokic byrjar á bekknum hjá Ólsurum.
Tokic byrjar á bekknum hjá Ólsurum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 18 ára gamli Hörður Fannar Björgvinsson byrjar í marki Stjörnunnar gegn Víkingi Ólafsvík í Borgunarbikarnum klukkan 20:00.

Duwayne Kerr, markvörður Stjörnunnar, er farinn með landsliði Jamaíka á Copa America og verður ekki með liðinu í kvöld frekar en í næstu tveimur deildarleikjum.

Guðjón Orri Sigurjónsson, varamarkvörður, er á meiðslalistanum og Sveinn Sigurður Jóhannesson er í láni hjá Fjarðabyggð.

Stjarnan fékk undanþágu til að fá félagaskipti fyrir markmannsþjálfarann Fjalar Þorgeirsson í vikunni. Fjalar byrjar á bekknum en Hörður er í markinu.

Hörður lék með yngri flokkum Stjörnunnar áður en hann fór til Fram þar sem hann spilaði nokkra leiki í Pepsi-deildinni 2014. Hann kom aftur til Stjörnunnar á láni frá KR í vor.

Bæði lið gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu í kvöld frá því í síðasta deildarleik.

Smelltu hér til að sjá textalýsingu úr Garðabæ

Stjarnan:
25. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
4. Jóhann Laxdal
5. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Þorri Geir Rúnarsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Veigar Páll Gunnarsson
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
15. Hilmar Árni Halldórsson
19. Jeppe Hansen

Víkingur Ó.
30. Cristian Martinez Liberato (m)
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
8. William Dominguez da Silva
10. Þorsteinn Már Ragnarsson
11. Gísli Eyjólfsson
13. Emir Dokara
15. Pontus Nordenberg
18. Alfreð Már Hjaltalín
19. Pape Mamadou Faye
24. Kenan Turudija
Athugasemdir
banner
banner
banner