Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. júní 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bertrand Traore til Lyon (Staðfest)
Farinn í franska boltann.
Farinn í franska boltann.
Mynd: Getty Images
Franska félagið Lyon hefur gengið frá kaupum á Bertrand Traore, kantmanni sem kemur frá Chelsea.

Hann kemur til liðsins fyrir 10 milljónir evra.

Traore var frábær á láni hjá Ajax á tímabilinu sem var að klárast, en hann var ekki inn í myndinni hjá Antonio Conte, stjóra Chelsea.

Traore, sem er landsliðsmaður Búrkína-Fasó, spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea árið 2015 og náði að byrja 16 leiki 2015/16 tímabilið þegar Jose Mourinho stýrði Chelsea-liðinu.

Þegar Mourinho var rekinn og Michy Batshuayi síðan keyptur þá féll Traore aftar í goggunarröðina.

Það var tekin ákvörðun um að lána hann til Ajax þar sem hann "brilleraði" og nú er hann kominn til Lyon.



Athugasemdir
banner