Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 28. apríl 2014 12:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net - 3. sæti: Breiðablik
Andri Rafn Yeoman er öflugur miðjumaður.
Andri Rafn Yeoman er öflugur miðjumaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson og Damir Muminovic.
Ólafur Kristjánsson og Damir Muminovic.
Mynd: Heimasíða Breiðabliks
Gunnleifur er lykilmaður.
Gunnleifur er lykilmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Orri Margeirsson fyrirliði.
Finnur Orri Margeirsson fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Blikar fagna marki.
Blikar fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Guðjón Pétur Lýðsson og Elfar Freyr Helgason.
Guðjón Pétur Lýðsson og Elfar Freyr Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jordan Halsman er kominn til Blika frá Fram.
Jordan Halsman er kominn til Blika frá Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Breiðablik endi í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 13 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Breiðablik fékk 133 stig í þessari spá.

Spámennirnir:
Alexander Freyr Einarsson, Arnar Daði Arnarsson, Einar Örn Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Freyr Alexandersson, Guðmundur Steinarsson, Gunnlaugur Jónsson. Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Tómas Þór Þórðarson, Tryggvi Guðmundsson, Víðir Sigurðsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. Breiðablik 133 stig
4. Stjarnan 115 stig
5. Valur 106 stig
6. ÍBV 73 stig
7. Fram 66 stig
8. Keflavík 63 stig
9. Þór 58 stig
10. Fylkir 52 stig
11. Víkingur 32 stig
12. Fjölnir 25 stig

Um liðið: Breiðablik er orðið þekkt afl í efstu deild og sérstaklega er margrómað fyrir frábært unglingastarf. Ólafur Kristjánsson hefur þjálfað Blikana með góðum árangri en hann mun hverfa á vit nýrra ævintýra í byrjun júní þegar hann tekur við Nordsjælland í Danmörku. Þegar er ákveðið að Guðmundur Benediktsson tekur þá við stjórnartaumunum. Blikum er spáð í þriðja sæti í ár, sæti ofar en þeir höfnuði í síðasta ár. Einu sinni hefur Breiðablik orðið Íslandsmeistari og var það 2010.

Hvað segir Tryggvi? Tryggvi Guðmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en hann hefur skorað 131 mark með ÍBV, FH og KR. Hér að neðan má sjá álit Tryggva.

Styrkleikar: Breiðablik hefur verið með ákveðið upplegg undanfarin ár sem allir í liðinu vita vel hvað gengur út á. Liðið hefur endalaust úrval af leikmönnum sem koma upp og Óli Kristjáns á þátt í því líka. Þetta er allt saman úthugsað alveg niður í yngstu flokka. Með komu Stefáns Gíslasonar kemur mikil reynsla í öftustu línu. Það er góð heildarmynd á liðinu og það eru léttleikandi menn fram á við sem eru staðráðnir í að sanna sig og komast í atvinnumennsku.

Veikleikar: Það er enginn augljós veikleiki en liðið á erfiða dagskrá í byrjun og þarf að spila betur í þessu svokallaða hraðmóti í byrjun. Það er rosalega mikilvægt að þeim vegni vel í byrjun. Sóknarlega veltur þetta mikið á Árna Vilhjálmssyni og liðið stólar á að hann skili mörkum. Það má segja að hann sé kominn með hlutverkið sem Alfreð Finnbogason fékk á sínum tíma. Það er spurning hvort Árni geti gert það sama.

Lykilmenn: Gunnleifur Gunnleifsson, Stefán Gíslason og Árni Vilhjálmsson.

Gaman að fylgjast með: Það verður spennandi að sjá þegar þjálfaraskiptin verða og Guðmundur Benediktsson tekur við af Ólafi Kristjánssyni. Hvaða áhrif mun það hafa á liðið. Eins hvernig samvinna Gumma og Willums verður en Gummi hefur áður verið undir stjórn Willums. Nú snýst það við.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir - Bragi Brynjarsson
„Mér finnst bara alveg ótrúlegt hvað það eru endalaust flottir strákar sem spretta upp úr yngri flokkunum! Framtíðin er björt hjá Breiðabliki. Það verður sárt að missa Óla en ég óska honum góðs gengis þarna úti. Breiðablik er orðið öflugt útflutningsfyrirtæki bæði á leikmenn og þjálfara. Enn er nokkuð viss um að við verðum í baráttunni við bæði svart hvítu liðin í sumar um Íslandsmeistaratitilinn! Áfram Breiðablik"

Völlurinn:
Breiðablik leikur heimaleiki sína á Kópavogsvelli. Völlinn umlykur hlaupabraut. Áhorfendaaðstaða býður upp á 1.700 sæti og stæði fyrir um 1.300 manns til viðbótar.



Breytingar á liðinu:

Komnir:
Arnór Sveinn Aðalsteinsson frá Hönefoss
Damir Muminovic frá Víkingi Ó.
Jordan Halsman frá Fram
Stefán Gíslason frá Leuven

Farnir:
Arnar Már Björgvinsson í Stjörnuna
Atli Fannar Jónsson í ÍBV
Jökull I Elísabetarson í ÍBV
Ingiberg Ólafur Jónsson í Fram
Kristinn Jónsson til Brommapojkarna á láni
Niclas Rohde til Nordsjælland (Var á láni)
Ósvald Jarl Traustason í Fram
Rafn Andri Haraldsson í Þrótt
Renee Troost til Rijnsburgse Boys
Sindri Snær Magnússon í Keflavík
Sverrir Ingi Ingason til Viking
Viggó Kristjánsson í Gróttu
Þórður Steinar Hreiðarsson til Sviss



Leikmenn Breiðabliks sumarið 2014:
Gunnleifur Gunnleifsson
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Andri Rafn Yeoman
Árni Vilhjálmsson
Damir Muminovic
Davíð Kristján Ólafsson
Elfar Árni Aðalsteinsson
Elfar Freyr Helgason
Ellert Hreinsson
Elvar Páll Sigurðsson
Ernir Bjarnason
Finnur Orri Margeirsson
Gísli Eyjólfsson
Gísli Páll Helgason
Guðjón Pétur Lýðsson
Guðmundur Friðriksson
Höskuldur Gunnlaugsson
Jordan Halsman
Olgeir Sigurgeirsson
Páll Olgeir Þorsteinsson
Stefán Gíslason
Stefán Þór Pálsson
Tómas Óli Garðarsson

Leikir Breiðabliks sumarið 2014:
5. maí Breiðablik - FH
8. maí KR – Breiðablik
12. maí Keflavík - Breiðablik
18. maí Breiðablik - Fjölnir
22. maí Fram - Breiðablik
2. júní Breiðablik - Stjarnan
11. júní Fylkir - Breiðablik
15. júní Breiðablik - ÍBV
22. júní Víkingur R. – Breiðablik
2. júlí Breiðablik – Þór
14. júlí Valur - Breiðablik
20. júlí FH - Breiðablik
27. júlí Breiðablik – KR
6. ágúst Breiðablik - Keflavík
10. ágúst Fjölnir - Breiðablik
18. ágúst Breiðablik - Fram
25. ágúst Stjarnan - Breiðablik
31. ágúst Breiðablik – Fylkir
14. september ÍBV - Breiðablik
21. september Breiðablik – Víkingur R.
28. september Þór - Breiðablik
4. október Breiðablik - Valur

Athugasemdir
banner