Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 24. apríl 2014 09:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net - 8. sæti: Keflavík
Haraldur Freyr Guðmundsson er fyrirliði Keflavíkur.
Haraldur Freyr Guðmundsson er fyrirliði Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Birnir Guðmundsson er gríðarlega reynslumikill.
Jóhann Birnir Guðmundsson er gríðarlega reynslumikill.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Sveinsson er í fremstu víglínu.
Hörður Sveinsson er í fremstu víglínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson.
Varnarmaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Bojan Stefán Ljubicic.
Bojan Stefán Ljubicic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Már er strákur sem gaman verður að fylgjast með,
Elías Már er strákur sem gaman verður að fylgjast með,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Keflavík endi í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 13 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Keflavík fékk 63 stig í þessari spá.

Spámennirnir:
Alexander Freyr Einarsson, Arnar Daði Arnarsson, Einar Örn Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Freyr Alexandersson, Guðmundur Steinarsson, Gunnlaugur Jónsson. Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Tómas Þór Þórðarson, Tryggvi Guðmundsson, Víðir Sigurðsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Keflavík 63 stig
9. Þór 58 stig
10. Fylkir 52 stig
11. Víkingur 32 stig
12. Fjölnir 25 stig

Um liðið: Keflavík var í miklu basli framan af tímabili í fyrra en eftir endurkomu Kristjáns Guðmundssonar náði liðið að rétta skútuna við og endaði það í níunda sæti. Kristján er áfram með liðið en ekki hafa verið miklar breytingar á leikmannahópnum. Keflavík hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari en það gerðist síðast 193.

Hvað segir Tryggvi? Tryggvi Guðmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en hann hefur skorað 131 mark með ÍBV, FH og KR. Hér að neðan má sjá álit Tryggva.

Styrkleikar: Keflavík hefur góðan kjarna af góðum reynslumiklum mönnum. Þarna eru menn sem hafa lengi verið í klúbbnum. Hjartað og Keflavíkur-„geðveikin" er ríkjandi í þessu liði og hefur alltaf verið. Það skiptir miklu máli að stemningin sé til staðar, það er hún sem hefur fleytt liðinu áfram.

Veikleikar: Lykilmenn eru komnir til ára sinna og yngri menn þurfa að fara að stíga upp. Reynsluboltarnir hafa misst hraðann og eru líklegri til að detta í meiðsli. Það vantar aðeins fleiri afgerandi leikmenn og breiddin ekki mikil. Það er kominn nýr markvörður og hann er því auðvitað spurningamerki.

Lykilmenn: Fyrirliðinn Haraldur Freyr Guðmundsson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Hörður Sveinsson.

Gaman að fylgjast með: Elías Már Ómarsson. Skemmtilegur sóknarleikmaður fæddur 1995. Hann gæti stigið upp, hefur staðið sig vel í vetur og gæti fengið stærra hlutverk þetta árið.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir - Jóhann D. Bianco (Joey Drummer)
„Ég er bara bjartsýnn á sumarið eins og alltaf í Sunny Kef. Við misstum einn okkar besta mann í Arnóri Ingva og Ómar Jó er meiddur en fáum inn gamla skoska reynsluboltann hann Paul McShane og sænskan „keeper" sem mér skilst að sé mjög sprækur."

„Það er alltaf eftirvænting fyrir fótboltasumrinu hérna í Keflavík, en þetta sumar verður talsvert frábrugðið sérstaklega fyrir mig þar sem ég verð í nýju hlutverki í sumar sem vallarþulur og hlakka bara mikið til. Ég ætla að koma inn með nýjar og ferskar áherslur í stúkuna. Við munum meðal annars vera með bráðskemmtilega sláarkeppni á milli stuðningsmannafélaganna en við munum peppa þetta allt betur þegar nær dregur."

Völlurinn:
Áhorfendaaðstaða við Keflavíkurvöll er í stúku öðrum megin við völlinn en þar eru 1100 sæti í heildina og gert ráð fyrir að með stæðum geti allt að 4000 áhorfendur verið á leik á vellinum.


Breytingar á liðinu:

Komnir:
Jonas Sandqvist frá Örebro
Paul McShane frá Aftureldingu
Sindri Snær Magnússon frá Breiðabliki

Farnir:
Arnór Ingvi Traustason til Norrköping
Grétar Atli Grétarsson í KFG
Ómar Jóhannsson meiddur



Leikmenn Keflavíkur sumarið 2014:
1 Jonas Sandqvist
2 Ray Anthony Jónsson
3 Magnús Þórir Matthíasson
4 Haraldur Freyr Guðmundsson
5 Andri Fannar Freysson
6 Einar Orri Einarsson
7 Jóhann Birnir Guðmundsson
8 Bojan Stefán Ljubicic
9 Sigurbergur Elísson
10 Hörður Sveinsson
11 Magnús Sverrir Þorsteinsson
12 Árni Freyr Ásgeirsson
13 Unnar Már Unnarsson
14 Halldór Kristinn Halldórsson
15 Ian Paul McShane
16 Endre Ove Brenne
17 Daníel Gylfason
18 Theodór G Halldórsson
21 Sindri Kristinn Ólafsson
23 Sindri Snær Magnússon
24 Anton Freyr Hauksson
25 Frans Elfarsson
26 Ari Steinn Guðmundsson
28 Elías Már Ómarsson
29 Fannar Orri Sævarsson

Leikir Keflavíkur 2014:
4. maí Keflavík – Þór
8. maí Valur – Keflavík
12. maí Keflavík – Breiðablik
18. maí KR – Keflavík
22. maí Keflavík – FH
1. júní Keflavík – Fjölnir
10. júní Fram – Keflavík
15. júní Keflavík – Stjarnan
22. júní Fylkir – Keflavík
2. Júlí Keflavík – ÍBV
14. júlí Víkingur R. – Keflavík
20. júlí Þór – Keflavík
27. júlí Keflavík – Valur
6. ágúst Breiðablik – Keflavík
11. ágúst Keflavík – KR
18. ágúst FH – Keflavík
25. ágúst Fjölnir – Keflavík
31. ágúst Keflavík – Fram
15. september Stjarnan – Keflavík
21. september Keflavík – Fylkir
28. september ÍBV – Keflavík
4. október Keflavík – Víkingur R.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner