Barcelona og Real Madrid vilja Bernardo Silva - Gravenberch til Tyrklands? - Mikill áhugi á Nacho
   mið 23. apríl 2014 09:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net - 10. sæti: Fylkir
Finnur Ólafsson, miðjumaður Fylkis.
Finnur Ólafsson, miðjumaður Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örn Guðmundsson kom frá FH.
Viktor Örn Guðmundsson kom frá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Bjarni Þórður Halldórsson gæti haft mikið að gera.
Bjarni Þórður Halldórsson gæti haft mikið að gera.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Örn Jónsson í leik gegn Fjölni.
Gunnar Örn Jónsson í leik gegn Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tómas Joð Þorsteinsson.
Tómas Joð Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Fylkir endi í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 13 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fylkir fékk 52 stig í þessari spá.

Spámennirnir:
Alexander Freyr Einarsson, Arnar Daði Arnarsson, Einar Örn Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Freyr Alexandersson, Guðmundur Steinarsson, Gunnlaugur Jónsson. Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Tómas Þór Þórðarson, Tryggvi Guðmundsson, Víðir Sigurðsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Fylkir 52 stig
11. Víkingur 32 stig
12. Fjölnir 25 stig

Um liðið: Fylkismenn voru lengi í basli síðasta sumar en stjórnin ákvað að sýna Ásmundi Arnarssyni traust og það borgaði sig. Með góðum lokaspretti náði liðið að halda sæti sínu en þar munaði mikið um mörkin sem Viðar Örn Kjartansson skoraði. Viðar er nú horfinn á braut í atvinnumennsku í Noregi.

Hvað segir Tryggvi? Tryggvi Guðmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en hann hefur skorað 131 mark með ÍBV, FH og KR. Hér að neðan má sjá álit Tryggva.

Styrkleikar: Það er samkennd í liðinu og allir tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan. Árbærinn er eins og bær í borg. Ég þekki það af eigin reynslu að þetta er fjölskylduvænt og það er klárlega styrkleiki. Ási þjálfari er klókur og metur liðið eftir andstæðingum.

Veikleikar: Það hefur verið mikið rót á leikmannahópnum og Komnir/Farnir listinn verið langur síðustu misseri. Auk þess eru meiðslapésar í liðinu. Stærsti veikleikinn er skarð Viðars og það er enginn leikmaður kominn til að fylla í það. Fylkir getur að öllu leyti þakkað Viðari fyrir viðsnúninginn í fyrra ásamt því að Ásgeir Börkur mætti og reif þetta upp.

Lykilmenn: Ég gæti trúað því að það verði mikið að gera hjá Bjarna Þórði Halldórssyni markverði í sumar og mikilvægt að hann finni sig. Finnur Ólafsson og Andrés Már Jóhannesson eru lykilmenn en eru of mikið meiddir.

Gaman að fylgjast með: Það verður gaman að fylgjast með Daða Ólafssyni. Efnilegur leikmaður sem hefur spilað vel í vetur. Svo verður auðvitað spennandi að sjá hvort einhver í liðinu ætli að stíga upp og taka við keflinu af Viðari Erni.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir - Þorsteinn Lár Ragnasson
„Ég tel að Fylkisliðið geti vel verið í baráttu um Evrópusæti en finnst enn vanta topp striker. Viðar Örn er aldeilis búinn að sanna að frammistaða hans í fyrra upp í Árbæ var ekkert einsdæmi og ærið verkefni fyrir Ása að finna arftaka hans í markaskorun."

„Eins og Fylkir lítur út á pappírum í dag erum við með nokkuð flottan hóp en lítið má útaf bregða ef ekki á illa að fara. Ásgeir Örn Arnþórsson getur verið í lykilhlutverki ef vel á að ganga, virkilega öflugur leikmaður sem sprakk út í fyrra og verður vonandi bara betri í sumar. En okkar lykilleikmaður verður Andrés Már og síðan á maður eftir að sjá hvort Ryan Maduro sé betri en allir hinir í liðinu. Stúkan er að taka á sig mynd og ef Árbæingar fjölmenna á alla leiki getum við skapað algjöra ljónagryfju og stemmningu í Lautinni með glæsilegri umgjörð frá A-Ö."

Völlurinn:
Ný yfirbyggð stúka er í byggingu á Fylkisvellinum.


Breytingar á liðinu:

Fylkir:

Komnir:
Andrew Sousa frá Bandaríkjunum
Björn Hákon Sveinsson frá KF
Gunnar Örn Jónsson frá Stjörnunni
Ragnar Bragi Sveinsson frá Kaiserslautern
Stefán Ragnar Guðlaugsson frá Val
Viktor Örn Guðmundsson frá FH

Farnir:
Andri Már Hermannsson í Selfoss
Árni Freyr Guðnason í ÍH
Ásgeir Börkur Ásgeirsson til GAIS
Emil Berger til Örebro (Var í láni)
Guy Roger Eschmann
Kristján Finnbogason í FH
Pablo Punyed í Stjörnuna
Sverrir Garðarsson
Viðar Örn Kjartansson til Valerenga
Kristján Hauksson


Leikmenn Fylkis sumarið 2014:
Ólafur Íshólm Ólafsson
Bjarni Þórður Halldórsson
Agnar Bragi Magnússon
Andrew Sousa
Aron Baldvin Þórðarson
Ásgeir Eyþórsson
Ásgeir Örn Arnþórsson
Daði Ólafsson
Davíð Einarsson
Egill Trausti Ómarsson
Elís Rafn Björnsson
Finnur Ólafsson
Andrés Már Jóhannesson
Gunnar Örn Jónsson
Hákon Ingi Jónsson
Hinrik Atli Smárason
Kjartan Ágúst Breiðdal
Knútur Magnús Björnsson
Orri Sveinn Stefánsson
Ragnar Bragi Sveinsson
Sigurvin Reynisson
Stefán Ragnar Guðlaugsson
Tómas Joð Þorsteinsson
Viktor Örn Guðmundsson

Leikir Fylkis 2014:
4. maí Stjarnan - Fylkir
8. maí FH - Fylkir
12. maí Fylkir - ÍBV
19. maí Víkingur - Fylkir
22. maí Fylkir - Þór
2. júní Valur - Fylkir
11. júní Fylkir - Breiðablik
15. júní KR - Fylkir
22. júní Fylkir - Keflavík
2. júlí Fjölnir - Fylkir
13. júlí Fylkir - Fram
20. júlí Fylkir - Stjarnan
27. júlí Fylkir - FH
6. ágúst ÍBV - Fylkir
10. ágúst Fylkir - Víkingur
18. ágúst Þór - Fylkir
24. ágúst Fylkir - Valur
31. ágúst Breiðablik - Fylkir
14. september Fylkir - KR
21. september Keflavík - Fylkir
28. september Fylkir - Fjölnir
4. október Fram - Fylkir
Athugasemdir
banner
banner
banner