Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 24. apríl 2014 14:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net - 7. sæti: Fram
Jóhannes Karl Guðjónsson spilar undir stjórn bróður síns.
Jóhannes Karl Guðjónsson spilar undir stjórn bróður síns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn og markvörðurinn Ögmundur Kristinsson tekur við bikarnum eftir sigurinn í Reykjavíkurmótinu.
Fyrirliðinn og markvörðurinn Ögmundur Kristinsson tekur við bikarnum eftir sigurinn í Reykjavíkurmótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Marteinsson kom frá HK.
Ásgeir Marteinsson kom frá HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Ósvald Jarl Traustason.
Bakvörðurinn Ósvald Jarl Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason.
Varnarmaðurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason.
Aron Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafsteinn Briem.
Hafsteinn Briem.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Fram endi í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 13 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fram fékk 66 stig í þessari spá.

Spámennirnir:
Alexander Freyr Einarsson, Arnar Daði Arnarsson, Einar Örn Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Freyr Alexandersson, Guðmundur Steinarsson, Gunnlaugur Jónsson. Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Tómas Þór Þórðarson, Tryggvi Guðmundsson, Víðir Sigurðsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Fram 66 stig
8. Keflavík 63 stig
9. Þór 58 stig
10. Fylkir 52 stig
11. Víkingur 32 stig
12. Fjölnir 25 stig

Um liðið: Gamla stórveldið Fram hampaði bikarmeistaratitlinum á síðasta tímabili undir stjórn Ríkharðs Daðasonar sem lét svo af störfum eftir tímabilið eftir að hafa ekki náð samkomulagi við stjórnina. Fram endaði í tíunda sæti í fyrra en nú er Bjarni Guðjónsson kominn með stjórnartaumana. 18 sinnum hefur Fram orðið Íslandsmeistari, síðast 1990.

Hvað segir Tryggvi? Tryggvi Guðmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en hann hefur skorað 131 mark með ÍBV, FH og KR. Hér að neðan má sjá álit Tryggva.

Styrkleikar: Það eru margir leikmenn sem vilja sýna sig og sanna. Þeir munu væntanlega leggja sig alla fram fyrir liðið. Þetta eru margir ungir menn sem eru að fá stóra tækifærið sitt, hafa ekki fengið að spila með liðunum sínum eða koma úr neðri deildum. Hungur þessara manna gæti verið styrkur. Svo var mikill fengur í að fá Jóhannes Karl Guðjónsson inn á miðjuna og hann þarf líka svolítið að sanna sig. Það verður spennandi að sjá hvort hann sýni sitt rétta andlit undir stjórn bróður síns.

Veikleikar: Þetta er algjörlega nýtt lið og það getur brugðið til beggja vona. Óvissan er mikil. Ég er hrifinn af þessari stefnu en það er mikið af ungum og óreyndum mönnum sem eru komnir á stóra sviðið og það gæti tekið tíma að slípa þetta almennilega saman. Það hefur verið rót á varnarlínunni og óljóst til dæmis hverjir mynda aðal miðvarðaparið.

Lykilmenn: Ögmundur Kristinsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Guðmundur Steinn Hafsteinsson.

Gaman að fylgjast með: Það er nóg af mönnum í liðinu sem væri gaman að fylgjast með. Eftir að hafa spilað með Ásgeiri Marteinssyni hjá HK er ég auðvitað spenntur að sjá til hans. Hann er góður þegar hann nennir. Svo nefni ég einnig Ósvald Jarl Traustason og Arnþór Ara Atlason.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir - Stefán Pálsson
„Við Framstuðningsmennirnir - í það minnsta þeir raunsæjustu í okkar hópi - getum ekki kvartað yfir að vera spá sjöunda sætinu. Það eru fá ef nokkur dæmi um aðra eins endurnýjun á liði í efstu deild og flestir leikmenn hafa litla eða enga reynslu af að spila á þessum vettvangi."

„Tilraunin er vissulega spennandi en brothætt svo við erum sáttir ef okkur tekst að halda okkur frá fallbaráttu. En svo förum við náttúrlega í undanúrslitin í Evrópudeildinni..."

Völlurinn:
Laugardalsvöllur, þjóðarleikvangurinn sjálfur, hýsir heimaleiki Fram. Austurstúka vallarins tekur 3.500 sæti en vesturstúka 6.300.


Breytingar á liðinu:

Komnir:
Alexander Már Þorláksson frá ÍA
Arnþór Ari Atlason frá Þrótti
Ásgeir Marteinsson frá HK
Einar Bjarni Ómarsson frá KV
Einar Már Þórisson frá KV
Guðmundur Magnússon frá Víkingi Ó.
Guðmundur Steinn Hafsteinsson frá Víkingi Ó.
Hafsteinn Briem frá Haukum
Hafþór Mar Aðalgeirsson frá Völsungi
Hörður Fannar Björgvinsson frá Stjörnunni
Ingiberg Ólafur Jónsson frá Breiðabliki
Jóhannes Karl Guðjónsson frá ÍA
Ósvald Jarl Traustason frá Breiðabliki
Tryggvi Sveinn Bjarnason frá Stjörnunni

Farnir:
Alan Löwing í Víking R.
Almarr Ormarsson í KR
Halldór Hermann Jónsson í Val
Hólmbert Aron Friðjónsson til Celtic
Jordan Halsman í Breiðablik
Jon André Röyrane
Jón Gunnar Eysteinsson í HK
Kristinn Ingi Halldórsson í Val
Ólafur Örn Bjarnason hættur
Sam Hewson í FH
Steffen Haugland



Leikmenn Fram sumarið 2014:
1 Ögmundur Kristinsson
2 Ósvald Jarl Traustason
3 Tryggvi Sveinn Bjarnason
4 Hafsteinn Briem
6 Arnþór Ari Atlason
7 Daði Guðmundsson
8 Einar Bjarni Ómarsson
9 Haukur Baldvinsson
10 Jóhannes Karl Guðjónsson
11 Ásgeir Marteinsson
13 Viktor Bjarki Arnarsson
14 Halldór Arnarsson
15 Ingiberg Ólafur Jónsson
16 Aron Bjarnason
17 Aron Þórður Albertsson
18 Alexander Már Þorláksson
19 Orri Gunnarsson
20 Einar Már Þórisson
21 Guðmundur Magnússon
22 Guðmundur Steinn Hafsteinsson
23 Benedikt Októ Bjarnason
25 Jökull Steinn Ólafsson
26 Hörður Fannar Björgvinsson
27 Hafþór Mar Aðalgeirsson
28 Bjarni Hólm Aðalsteinsson

Leikir Fram sumarið 2014:
4. maí Fram - ÍBV
8. maí Víkingur R. - Fram
12. maí Fram - Þór
19. maí Valur - Fram
22. maí Fram - Breiðablik
2. júní KR - Fram
10. júní Fram – Keflavík
15. júní Fjölnir - Fram
22. júní Fram – FH
27. júní Fram – Stjarnan
13. júlí Fylkir - Fram
20. júlí ÍBV - Fram
27. júlí Fram – Víkingur R.
6. ágúst Þór - Fram
11. ágúst Fram - Valur
18. ágúst Breiðablik - Fram
25. ágúst Fram - KR
31. ágúst Keflavík – Fram
15. september Fram - Fjölnir
21. september FH - Fram
28. september Stjarnan - Fram
4. október Fram – Fylkir
Athugasemdir
banner
banner
banner