Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   þri 22. apríl 2014 14:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net - 11. sæti: Víkingur Reykjavík
Igor Taskovic fagnar sæti í Pepsi-deildinni.
Igor Taskovic fagnar sæti í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Aron Elís var valinn bestur í 1. deild í fyrra.
Aron Elís var valinn bestur í 1. deild í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Tómas Guðmundsson.
Varnarmaðurinn Tómas Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Markvörðurinn Ingvar Kale.
Markvörðurinn Ingvar Kale.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dofri Snorrason.
Dofri Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pape Mamadou Faye í baráttunni.
Pape Mamadou Faye í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að nýliðar Víkings endi í ellefta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 13 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Víkingur fékk 32 stig í þessari spá.

Spámennirnir:
Alexander Freyr Einarsson, Arnar Daði Arnarsson, Einar Örn Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Freyr Alexandersson, Guðmundur Steinarsson, Gunnlaugur Jónsson. Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Tómas Þór Þórðarson, Tryggvi Guðmundsson, Víðir Sigurðsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11. Víkingur 32 stig
12. Fjölnir 25 stig

Um liðið: Víkingar eru mættir aftur í Pepsi-deildina en liðið lék þar síðast 2011 en hafnaði þá í neðsta sæti. Það sumar hjá félaginu var ansi stormasamt. Eftir að hafa náð að hlaða rafhlöðurnar í 1. deildinni eru Víkingar stórhuga og ákveðnir í að festa liðið í sessi meðal þeirra bestu. Víkingur hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast 1991.

Hvað segir Tryggvi? Tryggvi Guðmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en hann hefur skorað 131 mark með ÍBV, FH og KR. Hér að neðan má sjá álit Tryggva.

Styrkleikar: Víkingar hafa verið nokkuð þéttir baka til og eru með nokkra trausta menn í vörninni. Þeir treysta svo á hraða léttleikandi stráka fram á við. Þá eru Víkingar með klókt þjálfarateymi með Óla Þórðar sem hefur séð allt í þessu og veit alveg hvað hann er að fara út í. Spennandi verður að sjá hvað erlendu leikmennirnir munu gera fyrir liðið.

Veikleikar: Reynsluleysi eins og hjá mörgum liðum sem koma upp. Ég er ekki viss um að ungu leikmennirnir séu allir tilbúnir í efstu deild. Það eru margir leikmenn sem eiga ekki marga leiki í úrvalsdeild. Sóknarlega eru þeir spurningamerki. Pape Mamadou Faye hefur verið að glíma við meiðsli og Sveinbjörn Jónasson hefur verið markaskorari í 1. deild en ekki gengið eins vel í Pepsi-deildinni.

Lykilmenn: Igor Taskovic, Aron Elís Þrándarson og Sveinbjörn Jónasson. Taskovic var lykilmaður hjá þeim í 1. deildinni og þeir munu stóla á hann varnarlega.

Gaman að fylgjast með: Það er að sjálfsögðu Aron Elís og svo einnig Viktor Jónsson. Tveir efnilegir leikmenn sem verður mjög spennandi að sjá í sumar.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir - Heimir Karlsson
,,Ég held að það sé kominn tími til að Víkingur fari aðeins að taka sig saman í andlitinu. Óli er þjálfari sem þekkir þetta allt saman út og inn og veit hvað þarf til þess að ná árangri. Ég treysti Óla algjörlega fyrir því að fá rétta menn í liðið og skila árangri."

,,Ég held að Víkingur muni frekar leika árangursríkan fótbolta en fallegan fótbolta, að minnsta kosti meðan liðið er að tryggja sæti sitt í deildinni. Ég spái liðinu 8-9. sæti."


Völlurinn:
Víkingsvöllur er með sæti fyrir 1.150 manns


Breytingar á liðinu:

Komnir:
Alan Löwing í Víking R.
Darri Steinn Konráðsson frá Stjörnunni
Henry Monaghan frá Skotlandi
Ómar Friðriksson frá KA
Sigurður Hrannar Björnsson frá Fram
Sveinbjörn Jónasson frá Þrótti
Todor Hristov frá Búlgaríu
Vladimir Vujovic frá Serbíu

Farnir:
Hjörtur Júlíus Hjartarson til ÍA
Kristinn Jens Bjartmarsson í KV


Leikmenn Víkings sumarið 2014:
1 Ingvar Þór Kale
2 Ómar Friðriksson
3 Ívar Örn Jónsson
4 Igor Taskovic
5 Tómas Guðmundsson
6 Halldór Smári Sigurðsson
7 Vladimir Vujovic
8 Kristinn Jóhannes Magnússon
9 Sveinbjörn Jónasson
10 Aron Elís Þrándarson
11 Dofri Snorrason
12 Sigurður Hrannar Björnsson
15 Óttar Steinn Magnússon
16 Stefán Bjarni Hjaltested
17 Jovan Kujundzic
18 Kjartan Dige Baldursson
19 Henry Monaghan
20 Pape Mamadou Faye
21 Bjarni Páll Runólfsson
22 Alan Alexander Lowing
23 Todor Hristov
24 Viktor Jónsson
25 Darri Steinn Konráðsson
26 Ásgeir Frank Ásgeirsson
28 Eiríkur Stefánsson
29 Agnar Darri Sverrisson
30 Kristófer Karl Jensson

Leikir Víkings 2014:
4. maí Fjölnir - Víkingur
8. maí Víkingur - Fram
12. maí Stjarnan - Víkingur
19. maí Víkingur - Fylkir
22. maí ÍBV - Víkingur
1. júní FH - Víkingur
9. júní Víkingur - Þór
15. júní Valur - Víkingur
22. júní Víkingur - Breiðablik
2. júlí KR - Víkingur
14. júlí Víkingur - Keflavík
21. júlí Víkingur - Fjölnir
27. júlí Fram - Víkingur
6. ágúst Víkingur - Stjarnan
11. ágúst Fylkir - Víkingur
18. ágúst Víkingur - ÍBV
24. ágúst Víkingur - FH
31. ágúst Þór - Víkingur
14. september Víkingur - Valur
21. september Breiðablik - Víkingur
28. september Víkingur - KR
4. október Keflavík - Víkingur
Athugasemdir
banner
banner
banner