Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mán 28. apríl 2014 09:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net - 4. sæti: Stjarnan
Veigar Páll Gunnarsson er lykilmaður hjá Stjörnunni.
Veigar Páll Gunnarsson er lykilmaður hjá Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Michael Præst tók við fyrirliðabandinu í vetur.
Michael Præst tók við fyrirliðabandinu í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Laxdal með knöttinn.
Daníel Laxdal með knöttinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðar Jóhannsson verður í stúkunni í byrjun móts vegna meiðsla.
Garðar Jóhannsson verður í stúkunni í byrjun móts vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen fagnar marki.
Ólafur Karl Finsen fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Í rammanum er Ingvar Jónsson.
Í rammanum er Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Stjarnan endi í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 13 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Stjarnan fékk 115 stig í þessari spá.

Spámennirnir:
Alexander Freyr Einarsson, Arnar Daði Arnarsson, Einar Örn Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Freyr Alexandersson, Guðmundur Steinarsson, Gunnlaugur Jónsson. Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Tómas Þór Þórðarson, Tryggvi Guðmundsson, Víðir Sigurðsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Stjarnan 115 stig
5. Valur 106 stig
6. ÍBV 73 stig
7. Fram 66 stig
8. Keflavík 63 stig
9. Þór 58 stig
10. Fylkir 52 stig
11. Víkingur 32 stig
12. Fjölnir 25 stig

Um liðið: Stjarnan krækti sér í Evrópusæti í fyrra með því að lenda í þriðja sæti. Annað árið í röð tapaði þó liðið bikarúrslitaleik og voru vonbrigðin með það í Garðabænum mikil. Þjálfaraskipti áttu sér stað og tók Rúnar Páll Sigmundsson við sem aðalþjálfari en hann var aðstoðarmaður Loga Ólafssonar. Stjarnan hefur aldrei orðið Íslands- eða bikarmeistari.

Hvað segir Tryggvi? Tryggvi Guðmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en hann hefur skorað 131 mark með ÍBV, FH og KR. Hér að neðan má sjá álit Tryggva.

Styrkleikar: Stjarnan er alltaf með nóg af flottum leikmönnum fram á við og leiftrandi sóknarleikurinn verið þeirra styrkleiki. Liðið skorar falleg mörk og á fallegar sendingar. Eru með gott auga fyrir spili. Svo er það gamla lumman með gervigrasið. Stjarnan þekkir eðlilega teppið mest af öllum liðum deildarinnar og er að auki með skemmtilega stuðningsmenn.

Veikleikar: Stjarnan hefur misst öfluga leikmenn frá því í fyrra og er án lykilmanna eins og Garðars Jóhannssonar og Michael Præst í byrjun móts vegna meiðsla. Það er mikið áfall enda margsannað að mikilvægt er að byrja vel í deildinni og taka stig úr hraðmótinu. Halldór Orri Björnsson er farinn og hann sá svolítið um sóknarleikinn. Erfitt skarð að fylla.

Lykilmenn: Daníel Laxdal, Michael Præst og Veigar Páll Gunnarsson.

Gaman að fylgjast með: Rúnar Páll Sigmundsson er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Stjörnunnar. Það var mikið fjaðrafok þegar Logi Ólafsson var látinn fara. Stjarnan á efnilega leikmenn og mikið talað um að Rúnar muni kasta þeim í djúpu laugina í sumar. Heiðar Ægisson er til dæmis strákur sem verður gaman að fylgjast með.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir - Birgir Bjarnason
„Þetta verður spennandi og skemmtilegt sumar. Töluverðar breytingar, Logi rekinn og Rúnar í djobbið, mikill missir í Dóra og yngri Laxinum. En með tilkomu Rúnars verður spennandi og gaman að sjá ungu strákana fá að spreyta sig."

„Fjórða sætið er að mínu mati lágmark og stefnan án efa sett hærra og að ná a.m.k Evrópusæti, enda á liðið heima í toppbaráttunni en miklar breytingar og heldur til þunnur hópur getur komið í bakið á mínum mönnum. En vonandi ná ungu strákarnir í bland við gömlu kallana vel saman. Verður gaman að sjá liðið spreyta sig í Evrópukeppni."

Völlurinn:
Stjarnan leikur heimaleiki sína á Samsung-vellinum. Við völlinn er yfirbyggð stúka sem tekur 600 manns í sæti auk 480 í stæði. Grasið sem leikið er á er gervigras


Breytingar á liðinu:

Komnir:
Arnar Már Björgvinsson frá Breiðabliki
Niclas Vemmelund frá Danmörku
Pablo Punyed frá Fylki

Farnir:
Arnar Darri Pétursson í Víking Ó. (lán)
Bjarki Páll Eysteinsson
Darri Steinn Konráðsson í Víking R.
Gunnar Örn Jónsson í Fylki
Halldór Orri Björnsson til Falkenbergs
Jóann Laxdal til Ull/Kisa
Kennie Chopart til Arendal
Robert Sandnes til Start
Tryggvi Sveinn Bjarnason í Fram



Leikmenn Stjörnunnar sumarið 2014:
Ingvar Jónsson
Arnar Már Björgvinsson
Aron Rúnarsson Heiðdal
Atli Freyr Ottesen Pálsson
Atli Jóhannsson
Baldvin Sturluson
Brynjar Már Björnsson
Daníel Laxdal
Garðar Jóhannsson
Heiðar Ægisson
Hilmar Þór Hilmarsson
Hörður Árnason
Jón Arnar Barðdal
Martin Rauschenberg
Michael Præst
Niclas Vemmelund
Ólafur Karl Finsen
Pablo Punyed
Snorri Páll Blöndal
Sveinn Sigurður Jóhannesson
Veigar Páll Gunnarsson
Þorri Geir Rúnarsson

Leikir Stjörnunnar sumarið 2014:
4. maí Stjarnan - Fylkir
8. maí ÍBV – Stjarnan
12. maí Stjarnan – Víkingur R.
18. maí Þór - Stjarnan
22. maí Stjarnan – Valur
2. júní Breiðablik - Stjarnan
11. júní Stjarnan – KR
15. júní Keflavík – Stjarnan
22. júní Stjarnan - Fjölnir
27. júní Fram - Stjarnan
13. Júlí Stjarnan - FH
20. júlí Fylkir – Stjarnan
27. júlí Stjarnan - ÍBV
6. ágúst Víkingur R – Stjarnan
10. ágúst Stjarnan - Þór
18. ágúst Valur - Stjarnan
25. ágúst Stjarnan - Breiðablik
31. ágúst KR - Stjarnan
15. september Stjarnan - Keflavík
21. september Fjölnir- Stjarnan
28. september Stjarnan - Fram
4. október FH – Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner