Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. apríl 2014 12:00
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net - 9. sæti: Þór Akureyri
Markaskorarinn Chukwudi Chijundu er áfram hjá Þór.
Markaskorarinn Chukwudi Chijundu er áfram hjá Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sveinn Elías Jónsson.
Sveinn Elías Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jónas Björgvin Sigurbergsson er spennandi leikmaður.
Jónas Björgvin Sigurbergsson er spennandi leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Reynsla Orra Hjaltalín er dýrmæt.
Reynsla Orra Hjaltalín er dýrmæt.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Varnarmaðurinn Hlynur Atli Magnússon.
Varnarmaðurinn Hlynur Atli Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandor Matus er mættur í markið.
Sandor Matus er mættur í markið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Þór endi í níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 13 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Þór fékk 58 stig í þessari spá.

Spámennirnir:
Alexander Freyr Einarsson, Arnar Daði Arnarsson, Einar Örn Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Freyr Alexandersson, Guðmundur Steinarsson, Gunnlaugur Jónsson. Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Tómas Þór Þórðarson, Tryggvi Guðmundsson, Víðir Sigurðsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Þór 58 stig
10. Fylkir 52 stig
11. Víkingur 32 stig
12. Fjölnir 25 stig

Um liðið: Þórsarar voru nýliðar í fyrra og þrátt fyrir skrautlega varnartilburði oft á tíðum náðu þeir að enda í áttunda sæti og halda sæti sínu nokkuð örugglega. Ef spá sérfræðinga Fótbolta.net rætist verða þeir á svipuðum slóðum í ár þrátt fyrir að stefnan sé vafalítið sett hærra.

Hvað segir Tryggvi? Tryggvi Guðmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en hann hefur skorað 131 mark með ÍBV, FH og KR. Hér að neðan má sjá álit Tryggva.

Styrkleikar: Það sem kemur fyrst upp í hugann er „attitjúdið" fyrir norðan og stemningin þegar maður mætir þangað. Stuðningsmannasveitin á hlut í því. Maður þekkir það að vera í liði úti á landi, það er alltaf ákveðinn mórall í hópnum að sanna sig fyrir fólki. Lið úti á landi þurfa að hafa meira fyrir hlutunum en lið í bænum, það er bara staðreynd. Varnarleikurinn var mínus hjá þeim í fyrra en þeir hafa tekið til í honum og það gæti verið með komu varnarjaxlsins Lárusar Orra Sigurðssonar sem orðinn er aðstoðarþjálfari. Mér finnst þjálfarateymið einmitt hluti af styrkleika Þórs.

Veikleikar: Þegar á móti blæs virðast menn verða oft frekar hörundsárir og láta utanaðkomandi hluti fara í taugarnar á sér. Þeir virðast oft eiga erfitt með að taka gagnrýni. Ég veit ekki hvaða áhrif það hefur á liðið en ég myndi halda að það væri fljótt að smitast út. Þeir þurfa að einbeita sér að því að spila fótbolta.

Lykilmenn: Orri Freyr Hjaltalín, Sveinn Elías Jónsson og Chukwudi Chijindu. Gríðarlega mikilvægt fyrir Þórsarana að fá Chuck aftur.

Gaman að fylgjast með: Sandor Matus. Eftir að báðir markverðirnir í fyrra áttu misheppnað tímabil og voru trúðalegir á köflum verður gaman að sjá hvernig Sandor mun standa sig og ná að tengja við vörnina. Svo er Jónas Björgvin Sigurbergsson ungur leikmaður sem fær mikið lof frá Akureyringum og gæti sprungið út.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir - Bjarki Kristjánsson
„Mér finnst önnur lið hafa veikst en við styrkst. Miðað við það þá held ég að níunda sætið væri algjört lágmark. Ég held að við verðum ekki nálægt því að falla og munum enda nær toppbaráttu en botnbaráttu."

„Það er bara svo góð holning á liðinu núna eftir að Lárus Orri kom. Þetta er ekkert sama lið og í fyrra. Þetta er bara allt annað lið og maður er bjartsýnn á gott tímabil."

Völlurinn:
Þórsvöllur tekur 984 í sæti en stúkan er þaklaus.


Breytingar á liðinu:

Komnir:
Arnþór Hermannsson frá Völsungi
Hjörtur Geir Heimisson frá Magna
Sandor Matus frá KA
Shawn Nicklaw frá Bandaríkjunum
Þórður Birgisson frá ÍA

Farnir:
Baldvin Ólafsson í KA
Edin Beslija í KF
Joshua Wicks til Svíþjóðar
Jóhann Þórhallsson í pásu
Mark Tubæk til Marienlyst
Srdjan Rajkovic í KA


Leikmenn Þórs sumarið 2014:
Sandor Matus
Atli Jens Albertsson
Ármann Pétur Ævarsson
Bergvin Jóhannsson
Bjarki Þór Jónasson
Halldór Orri Hjaltason
Hlynur Atli Magnússon
Ingi Freyr Hilmarsson
Ingólfur Árnason
Jóhann Helgi Hannesson
Jónas Björgvin Sigurbergsson
Kristinn Þór Björnsson
Kristinn Þór Rósbergsson
Arnþór Hermannsson
Hjörtur Geir Heimisson
Orri Freyr Hjaltalín
Orri Sigurjónsson
Sigurður Marinó Kristjánsson
Sveinn Elías Jónsson
Þórður Birgisson
Shawn Nicklaw
Chukwudi Chijundu

Leikir Þórs 2014:
4. maí Keflavík - Þór
8. maí Þór - Fjölnir
12. maí Fram - Þór
18. maí Þór - Stjarnan
22. maí Fylkir - Þór
1. júní Þór - ÍBV
9. júní Víkingur - Þór
15. júní FH - Þór
22. júní Þór - Valur
2. júlí Breiðablik - Þór
10. júlí Þór - KR
20. júlí Þór - Keflavík
27. júlí Fjölnir - Þór
6. ágúst Þór - Fram
10. ágúst Stjarnan - Þór
18. ágúst Þór - Fylkir
24. ágúst ÍBV - Þór
31. ágúst Þór - Víkingur
14. september Þór - FH
21. september Valur - Þór
28. september Þór - Breiðablik
4. október KR - Þór
Athugasemdir
banner
banner